mánudagur, nóvember 20, 2006

Hold kjæft

Djö... er ég orðin pirruð á þessu launajafnrétti!!! Eini munurinn á þessum blessuðu skepnum er að kallinn er með typpi og kellingin pjöllu. Auðvitað eiga kallar og konur að vera með sömu laun. Ef ríkissjóðurinn mun aldrei bera þess bætur að hækka kellingar í kallalaun, lækkið þá laun kallpunganna!!
Flugfélag Íslands og landsbúar

Ég lenti í því að þurfa að nota þjónustu Flugfélags allra landsmanna í gær í flugi frá Reykjavíkur til Akureyrar og þvílík vonbrigði með þjónustu þessa kommúnistafyrirtækis. Monopoly í samgöngum á engann rétt á sér. Þjónustan var fyrir neðan allar hellur og var mér skapi næst að hringja í þjóðarsálina og ausa úr skálum mér með ljótari orðbragði en kjaftakellingarnar í vesturbænum nota í þessarri annars rotnu sál þessa þjóðar. Hefði ég verið gömul kona hefði ég frekar keypt mér árabát til Akureyrar heldur en að hlusta á starfsfólk þessa fyrirtækis sem skellti á mig í símanum og rak á eftir mér með þvílíkum yfirgangi með töskur að ég hef sjaldan séð jafnmikla ókurteisi í verslun minni þau 31 ár sem ég hef lifað og verslað (mikið)! Hvergi var gefið upplýsingar um kaosið sem átti sér stað á flugvellinum né beðist afsökunar. Ég hvet fólk eindregið frá því að versla við þetta fleugfélag og í sannleika sagt labba ég frekar til Reykjavíkur en að fljúga með þessu flugfélagi. Flugleiðir höfðu þó afsökunarbeiðni á reiðum höndum þegar lent var í þotu á Akureyrarflugvelli. Ég hvet Iceland Express að hræra aðeins upp í þessu samgöngukaozi og byrja í innanlandsflugi í samkeppni við Flugfélag Íslands því það er löngu orðið tímabært. Ég hvet eindregið aðila Flugfélags Íslands að gera gæða- og þjónustukönnun innan innviða fyrirtækisins. Hjá mér fáið þið falleinkunn ásamt þeirra erlenda ferðamanna sem neyðast til að nota þjónustuna.
Áfram Iceland Express!!

laugardagur, nóvember 11, 2006

Nokkrar myndir frá singstar kvöldinu:

The winners:

The loosers:



2 fullir kakkalakkar:





CIAO!!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

como estas?

Ég verð náttúrlega að henda inn a.m.k einni færslu frá Spáni. Sól og blíða eins og venjulega þó höfum við lent í mestu rigningu á Spáni síðan 1980 og var sú rigning í harðari kantinum en alls ekki svo slæm. Ég er komin með nýtt áhugamál sem er sjóbretti og ætla að skrá mig á námskeið næsta haust. Hlakka alls ekki til að koma heim í snjóinn og frostið en hugga mig við að þremur vikum eftir heimkomu fer ég aftur til Spánar og kem ekki aftur fyrr en í febrúar á næsta ári... hrein snilld!!!
Ætlaði að kíkja á veitingastaðinn hans Antonio B. í Alicante en þá hafði honum verið lokað!! Í staðinn enduðum við á ítalska staðnum "Famiglia", frábær ítalskur staður með bestu pastaréttum í heimi.. Breko breko!! og í lok kvöldsins í mögnuðu singstar partýi hjá Palla og set ég inn myndir af því við 1. tækifæri, þarf aðeins að ritskoða filmuna!! Að lokum segi ég bara.. Adios mucho frio amigos! Hasta la juegendo, buena vieja!!

laugardagur, september 30, 2006

Án efa tónlistarkona mánaðarins MOLOKO

laugardagur, september 23, 2006

Umhugsunarvert:

1. Í New York City eru 11 bókstafir

2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir

3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.

4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið

2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)

3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)

4. Árasin átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)

5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)

2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)

3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins

* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:

"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.

The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and

while some of the people trembled in despair still more rejoiced:

For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:

* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:

1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.

2. Litaðu Q33 NY

3. Breyttu stafastærðinni í 48

4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)

föstudagur, september 22, 2006

2 + 2 = 5 samkvæmt markaðsfræðinni....

Mér hefur hinsvegar alltaf fundist 2 + 2 = 3 !! En ég hlýt að sannfærast svo að ég geti horft í augun á markaðsfræðiprófessorinum.

fimmtudagur, september 21, 2006

Ef þú velur vistvænt...þá hversu vistvænt?

Orðið vistvænt þetta og vistvænt hitt hefur mjög tvírænan skilning í mínum huga. Vistvænt grænmeti t.d. er gott ef það er án skordýraeiturs og vistvænar kjötafurðir þar sem ekki eru notuð lyf eða sterar í fæði skepnanna eru ok að mínu mati en vistvænar barnableyjur og hreingerningarvörur eru ekki að virka að mínu mati, bleyjurnar leka og þarf að nota þrefalt meira magn af þeim heldur en þessum venjulegu og ekki hef ég trú á að þær séu mjög umhverfisvænar eftir allt. Vistvænar hreingerningavörur eru ómannvænar með því tilliti að þær virka ekki nema að maður beiti miklum kröftum og brotnu baki við hreinsunarstörf. Vistvænir bændur eru ekki svo vistvænir eftir allt... því nýjasta kjaftasagan í sveitinni er að ákveðin umhverfisvænn bóndi hér í sveit selur vistvæn matvæli en drullar svo í lækinn hjá sér! ujjjj...

þriðjudagur, september 05, 2006

Úldnir landsbyggðardraumar

Fyrir höfuðborgarbúa er álíka geldandi að flytja á landsbyggðina og að láta míga yfir sig í rigningu. Á landsbyggðinni verða draumar manna að hnetuskurn og ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það flytur úr höfuðborginni Reykjavík-City.

Þeir sem ættu að flytja á landsbyggðina:
* Fólk semur hefur gaman af því að velta sér upp úr hvað aðrir eru að gera. Sem sagt fólk sem á sér ekkert líf!
* Fólk sem vill láta grafa sig lifandi.
* Fólk sem finnst Bryjuís góður.
* Fólk sem vill fá að vita hvenær hver prumpar og hvar og helst af hverju.
* Fólk sem sér í gegnum rör og vill bara sjá í gegnum rör.
* Fólk sem finnst gáfulegra að eyða 10.000 kalli í bensín, "á rúntinum" en að fara á ærlegt fyllerý og sletta almennilega úr klaufunum.
* Fólk sem fýlar skítalykt og skít yfir höfuð.
* Fólk sem hefur gaman að baða sig upp úr sama vatninu í langan tíma.

Þeir sem ættu alls ekki að flytja á landsbyggðina:
* Athafnafólk með framtíðarsýn.
* Fólk sem vill ekki að aðrir fylgist með því hvenær, hvar eða af hverju það prumpar.
* Fólk sem hefur gaman að öðru fólki og kann að samgleðjast öðrum.
* Fólk sem vill getað notið menningu og kynnst öðru fólki.
* Fólk sem vill skemmta sér og fá sem mest út úr lífinu.
* Fólk sem hugsar um sig og sína fjölskyldu og hefur ekki tíma til að velta sér upp úr hvað Gunna og Jói í næsta húsi hafa það gott/slæmt!
* Fólk með frjókornaofnæmi.
* Fólk sem vill góðann skyndibita (KFC, American Style, Eldsmiðjupizzu, Mekongrétti)

Ég veit að Reykjavík hefur sína galla en trúið mér það er ekkert ömurlegra en að láta míga yfir sig í rigningu!!

sunnudagur, september 03, 2006

Misskilningur á misskilning

Ég var að komast að því í dag að ég er hrikalega misskilin. Ef að ég misskil ekki aðra þá er ég pottþétt misskilin. T.d er sumt fólk sem ég bara næ ekki að skilja og hvað þá að það skilji mig. Ég hef til dæmis boðið útlendingi að fara að fá sér sígó í þvottahúsinu hér á hótelinu (allt var þetta byggt á misskilningi!) Í gær var voru Englendingar hér í mat sem hétu Plomp og þegar ég skrifaði Reserved miða á borðið þeirra stóð þar Mr. and Mrs. Plott. Í dag var Austurríkjamaður að tala við mig á ensku og ég heyrði bara þýsku í bland við tyrknesku og bað hann um að tala ensku hann horfði má mig hissa með stórum augum með þykkum og miklum augabrúnum og sagði við mig eins og ég ætti að lesa af vörum hans "Æghh gghafe bin sprrííkingk iiinglirs!"

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Smá nasarþefur fyrir ísfólkið !







¿CUÁL ES SU SANGRÍA?
Tannálfurinn hlakkar til snjókomu

Mikið er ég nú fegin að sumarið sé að verða búið... öll sumur hjá mér eru alveg nákvæmlega eins: vinna lágmark 300 tíma á mánuði, kenna fólki að búa um rúm og þrífa klósett!!!, bíða og óska þess að nú fari brátt að snjóa, hlakka til að komast suður að hitta skemmtilegt fólk, sól úti ég inni alla daga... en nú þarf ég ekki lengur að örvænta því nú er sumarstarfsfólkið, allavega það sem tolldi í 3 mánuði hætt!! jeijeijie... það þýðir að brátt fer ég til Spánar í 2 mánuði og þá ætla ég að njóta lífsins í botn og vorkenna snjófólkinu heima hehehhe!!
Annars er það að frétta að brátt fer ég til Hóla í einn dag og hef nám mitt í markaðsfræðum. Í gær braut ég næstum í mér framtönn við vinnu og þurfti að fara til tannlæknis í tékk því tönnin er í tómu tjóni en ekki er vitað hvað þarf að gera en hún er heil, bata smá sprunga, sést sem betur fer ekki neitt! Ég þurfti að fá áverkavottorð svo að tryggingarnar fái að blæða ef ég fer í einhverja aðgerð út af þessu.
Í gær var afmæli Jónasar heldri á hótelinu... svaka stuð, mikið um drykki og mat og flugeldasýning í lokin, hef sjaldan séð jafn flott afmæli!! Til hamingju tengdó!

mánudagur, ágúst 07, 2006

Ég stóð í stórþvotti í gær...
ég náði að þvo 5000 kall í 500 köllum, sem komu sem betur fer heilir og hreinir út úr vélinni svo núna eru þeir barasta brakandi þurrir og fínir tilbúnir í eyðslu...
Ég þarf bara að finna ráð til að þvo veiðidelluna úr kallinum mínum, góð ráð vel þegin!!

föstudagur, ágúst 04, 2006

Síðasti sólarhringur í hnotskurn:
Kampavín, Friðrik V, umræður um "kakókaoizkt ástand" og mósaíkhugsunarhætti skálda!?? (say no more!), 10 tapasréttir, rauðvín, hvítvín og aftur rauðvín, Swiss mocca sem gerði útslagið, leigubíll, hringt í ónefndann aðila og honum sent skilaboð til staðfestingar að enginn væri dauður, hlegið og spjallað um allt og ekkert, indjánamynd í boði hússins, rúm, rúm rúm, sofa, sofa, sofa, vakna, jú að sjálfsögðu... fólk getur verið veikt, eina manneskjan sem var veik í vinnunni í dag var ég, en ég slapp lifandi frá deginum og er sú frískasta enda er ég aldrei veik í vinnunni, þrif, bæjarferð, sængur keyptar og ákveðin óvissuferð fyrir fjölskylduna enda löngu kominn tími til að gera eitthvað annað en að vinna og vinna og vinna.... hvort sem maður er veikur eða ekki ég er allavega veik fyrir því að komast í frí

laugardagur, júlí 29, 2006



Svona án gríns þá grunar mér hver afmælisgjöfin mín er frá Mr. Jones enda er hann eiginlega búinn að kjafta í mig, ég er svo útsmoginn !! muhahhahha....

laugardagur, júlí 22, 2006

****

Þessi dagur fær 4 stjörnur af fimm mögulegum m.a. vegna þess að:

Í morgun fékk ég mér "rólegan" morgunmat heima hjá mér áður en ég fór til vinnu í fyrsta skipti í sumar (*)

Vinnan gekk framar vonum og allir hressir og kátir (*)

Ég hef fengið tíma til að sinna verknáminu mínu í 1/2 dag sem er met!!! (*)

Spánarferð er fyrirhuguð í byrjun september, víhúú.... (*)

Ekki slæmur dagur að baki!

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Það hlítur að hafa verið ansi heitt í kolunum í Hlíðarsmáranum, dýna!

annars segi ég bara áfram Guðni!!!

sunnudagur, júní 18, 2006

vörk it beibí, vörk it!!

Núna er ég farin í frí til hennar Lásu minnar til DK eða bara DKNY... ekki væri slæmt að bregða sér til NY bara svona í leiðinni og spandera í nokkra skó svona bara til tilbreytingar. Á morgun fer mar bara í klippingu og strípur kl. 10.00 og brunar svo beint suður og heimsækir ömmu sína sem bíður með heitt kaffi og með því ef ég þekki hana rétt og svo fer maður bara snemma að sofa. Morgunin eftir verður flogið af stað og tekin lest alla leið til Árósa þar sem sys og mútta taka vonandi á móti manni með góðan kokteil. Ég er náttúrlega alveg í fögnuði ehe...

laugardagur, júní 10, 2006

Draumar

Ég dreymdi 2 ljótustu drauma sem ég hef á ævinni dreymt í nótt.
Fyrst dreymdi ég að ég gæti ekki opnað augun, það var eins og einhver hafði saumað saman á mér auglokin, ég reyndi að kreista upp á mér auglokunum en allt kom fyrir ekki og í restina var ég farin að sætta mig við að ég væri einfaldlega blind. Loksins eftir öll átökin og þegar ég vaknaði muldraði ég -"ég sé, ég sé". Því miður var Mr. Jones ekki sofnaður og á eftir að gera endalaust grín af mér!!
Seinni draumurinn var sá að Mr. Jones væri haldinn sjúklegri fullkomnunaráráttu og þá meina ég 100 sinnum meiri en ég hef. Þannig var, að dósirnar í skápunum urðu að snúa rétt og ísskápurinn var skipulagður eftir liti matvæla. Þetta var hryllileg martröð.

Ef einhver veit hvað þessir draumar tákna, plís látið mig vita!!!

miðvikudagur, maí 31, 2006

Landsbyggðarmenningin í hnotskurn:

- Konur með útnagað naglalakk
- Krakkar sem fá kikk út úr því að hrækja í polla
- Karlar pissa út í móa
- Fólk veit ekki um betri stað að búa á en í vindbarða landsbyggðarskerinu sínu í málningarflögnuðu húsi með dauðu tréi í garðinum og jafnvel handónýtri rólu.
- Besta snakkið á skerinu er harðfiskur með miklu sméri sem bóndin barði til með gamallri prentvél út í skúr.
- Nýtískulegi Framsóknarflokkurinn hefur svikið sveitavarginn með slagorðinu exbé.is jablajablaja
- Í matinn er gamalt hangið sauðakjet með útrunnum grænum baunum.
- Konan er ánægð þegar bóndinn fer á sjóinn í tæpan mánuð...
- Þá getur hún loksins farið að æpa á krakkanna, lakkað á sér neglurnar og sjússað sig á útrunna sérrýinu sem var lagt kaup á í gamla kaupfélaginu forðum.

Ljóðræn frásögn sem á sér samt stoð í raunveruleikanum. Alltaf gaman í sveitinni!

þriðjudagur, maí 30, 2006

Kiss & tell



Get ekki að því gert en ég er farin að sakna sárt fimmtudagskvöldanna með NY vinkonunum Carrie, Samönthu, Charlotte og Miröndu.

"You can´t date your fuck buddy ... Youre going to take the one person in your life that´s there purely for sex, no strings attached, and turn him into a human? Why?"
- Samantha, 2 Season.

Já ég er Sex and the City áhangandi...

þriðjudagur, maí 23, 2006

Eurovision remix



Óþolandi hvað maður fær oft leiðinleg lög á heilann. Oftar en ekki fæ ég "Bellu símamær" á heilann... þoli það ekki!!! og ég geri allt til að reyna að losna við þessa heilabilun en ekkert gerist! En það fyndasta var að í vinnunni í dag voru allir með eitthvað Eurovisionlag á heilanum. Jonni söng "We are the winners" hástöfum, meðan Kata muldraði "Congratulation Iceland" við herbergjaþrif, Anna var í fíling á ryksugunni með sænska lagið "Invisible" með miklum tilþrifum meðan ég sit uppi með tyrkneska lagið sem var eitt það leiðilegasta og mest óþolandi lag keppningar "Superstar" bókstaflega límt í hausnum á mér. Hjálp!!

laugardagur, maí 20, 2006

!!Gáfaðir bandarískir ferðamenn!!


Do you live here or do you fly in every day?

How often does the sun set in Akureyri?

Is the sun going to set tonight?

Why didn't anyone tell me this water was going to be salty?

Can you swim in salt water?

Does the water go all the way around the island?

Svona nákvæmlega sjá Bandaríkjamenn heiminn:



Ekki skrýtið að vesalings fólkið sé svolítið áttavilt!!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Í skóginum stóð stígur einn...

Smá innlegg frá Hólum:


Þetta er þokan fyrir utan gluggann minn í gærkvöldi en þarna bak við þokuna miklu leynist Auðunarstofa og Heimili biskups Hóla. Spúgí og draugalegt!



Göngustígur í mótum, Hópur 3 er bestur!!!



Hópur 3 að ætlunarverki loknu. Glæsilegt hjá hópi 3!

Í kveld er grillveisla ... þreytan samt aðeins farin að segja til sín ... en hvað með það! Partý on!

mánudagur, maí 08, 2006

Forest Gugga

Er komin á Hólana góðu að klára námið í göngustígagerðinni, þetta er sko hörku vinna! Dagurinn í dag var sem betur fer í rólegri kantinum. Slidesýningar á göngustígum víða um heim, hvað má og hvað má ekki o.s.frv svo var reyndar labbað um skóginn í hringi og skoðaðir göngustígar og gagnrýnt og hrósað fyrrverandi nemum og sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg fyrir þessa göngustíga.
Á morgun verður heljar vinna, útbúinn verður göngustígur með tröppum og brú og hvað eina. Sagir, naglar, axir, trjáklippur, hrífur og hamrar verða notaðir til verksins og að sjálfsögðu sjúkrakassi! Gaman gaman!!!



þriðjudagur, maí 02, 2006

Sweet sweet sweet...

Prófin búin...
- jeiiiiiiiii!!!

Reykjavíkurferð á enda með öllu sínu drama og skókaupum aldarinnar...
- mikið djamm, mikil þynnka, lítill svefn en splæsti flotta skó á mig enda átti ég mjög bágt!

Veturinum er lokið með svartnætti og svartsýni og við tekur bjart, brjálað og bindandi sumar...
- get ekki að því gert en sumarið gefur mér alltaf ákveðinn sting í mallakútinn enda mikil vinna framundan, engin örvænting samt bara smá spark í afturendann og nokkrar blautar tuskur í andlitið!

Framundan er betri tíð með blóm í haga og vonandi 1 ferð til DK og allavega 3 til Spánar!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

1 dagur í próf

Hlátur og grátur...
21 bls af glósum
úfið hár og þurr húð
1/2 námsefni búið og 1/2 eftir!! (glasið er sem sagt hálftómt í mínum augum)
1 nögl eftir
Ritzkexið uppurið, spurning um að fara í koffínlausa kaffið eða drekka goslaust mix??
1 löngun um að labba út í sjó
110 langanir að fara í nudd
199 langanir að hoppa upp í flugvél og fara í verslunarleiðangur til N Y.
2 samúðarkveðjur
2 samúðarkossar frá Mr. Jones

mánudagur, apríl 24, 2006

2 dagar í próf

Taugaveiklunin leynir sér ekki:
Mín er komin í ritzkexið (besta snakk námsmannsins)
Krumpuð blöð í fjöllum á gólfinu
tvær bólur á nefinu
3 neglur nagaðar
15 bls. af glósum tilbúnar
1/3 af möppu lesin (2/3 eftir)
1 færsla af tilgangslausu bloggi

mánudagur, apríl 17, 2006

Kveðjustund

jæja konur og kallar, ég ætla að kveðja bloggheiminn í óákveðinn tíma, c u!

Guggan og ósýnilegur heimur hennar.

laugardagur, apríl 15, 2006

Le Tigre


Flottasta feminista-rokkband í heimi!!
Þvílík hamingja... þvílík gleði... draumsýn og dramatík... sumarið er að koma... laust við að maður hlakki til... enda virkilega skemmtilegt og jákvætt fólk sem mun starfa með okkur í sumar.

fimmtudagur, apríl 06, 2006



2 dagar í sunnanferð, alltaf fær maður jafn mörg fiðrildi magann við tilhugsina sem fylgir innanlandsflugi enda hafa síðustu sunnan og norðan ferðir einkennst af miklum hristingi og vonskuveðri. Eins og mér þykir gaman að ferðast leiðast mér jafnmikið flugferðir. 45 mínútur geta virst sem heil eilífð í mínum augum í Fokker 50 vél. Alltaf er samt jafngaman að koma á heimaslóðirnar og hitta fjölskylduna, ekki spillir fyrir að Sys er nýkomin frá DK og með það nýjasta frá H&M í farteskinu svo ekki sé nú minnst á tollinn. Partý, fermingarveisla og afmæli... Lofar góðu!!!

sunnudagur, apríl 02, 2006

Hvað mengar 1 álver mikið í samanburði við bíla?



Það þarf um 172.000 bíla á ári til að menga jafn mikið og framtíðarálver okkar Íslendinga, Fjarðarál.

Ekki nóg með það að okkar háttvirtur iðnaðarmálaráðherra ætlar að hækka eiturefnalosun íslendinga sem nemur fleiri en 300.000 bíla á ári heldur ætlar hún líka að jarða niður öll byggðarmál okkar. Nú liggur við að bændur þurfa að opna ísbúð í fjósinu sínu til að geta búið til ákveðna nýsköpun til að getað haldið lífi í byggðarlaginu. Er verið að gera okkur að fíflum????

fimmtudagur, mars 30, 2006

Snjór,snjór og snjór (Aðeins 20 dagar í sumardag hinn 1.)

Ég skal sko segja ykkur það að hér skortir ekki snjóinn. Sem dæmi þurfti ég að moka út 2 rússa sem gistu hjá okkur, bókstaflega.... grafa holu til að geta opnað fyrir þeim hurðina. Þeir voru himinn lifandi og hrópuðu BRAVÓ, BRAVÓ... fyrir björgunarvættinum Guggu. Hér eru, án gríns, 2 metra háir skaflar og þó að það sé stutt í vinnuna, þá er maður allavega 5 mínútur að labba milli húsa. Ef einhver er að kvarta yfir snjóleysi, verið velkomin og endilega mætið með skóflu ;)

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég hef náttúrlega aldrei tíma til að blogga... soooooooo I say thank you for the music!

fimmtudagur, mars 23, 2006


create your own visited country map

Það er nú ekki hægt að segja að maður hafi sopið marga fjöruna þegar maður hefur aðeins séð 4 % af heiminum !!

miðvikudagur, mars 22, 2006



Það er ekki frá því að maður sakni Baywatch og David Hasselhoff, bara svona vegna skemmtanagildisins. Það var ekkert sem jafnaðist á það í þynnkunni í gamla daga að sitja fyrir framan imbann, flissandi og horfa á stælta kroppa í sundfötum hlaupa um með appelsínugula kúta að leita að fólki til að bjarga.

föstudagur, mars 17, 2006



Ég er búin að vera súperdugleg í dag. Náði að þrífa 15 herbergi, sækja möppuna mína á prentstofunna, skutlast niður á Hóla með möppunna, klára af tryggingarleiðindin, ná í fötin hans Lilla á flugvöllinn, svæfa báða karlanna mína og skila inn greinargerð. Sannkallaðir súperkonutaktar í dag. Á morgun bíða mín 17 herbergi til þrifa og veisla á Hótelinu. Allavega er ljóst að ég þarf ekki að fjárfesta í líkamsræktarkorti á næstunni, hef örugglega misst 5 kíló í dag, enda lítill tími til fæðuöflunar.
Föstudagur til flandurs

Dagurinn á morgun á eftir að vera dýrslegur í alla staði. Í fyrsta og fremsta lagi þarf ég að bruna suður á Hóla með skilaverkefnið mitt, möppuna frægu. Svo þarf ég að fara í Tryggingamiðstöðina til að gera upp óheiðarleika mannsins sem lagði bílnum sínum ólölega og ég rakst utan í hann þegar ég bakkaði út úr löglegu bílastæði, en viti menn hann er í fullum rétti!! svo mikil skemmtilegheit þar! Á flugvöllinn held ég svo að sækja lager af fötum af Lilla sem gleymdust fyrir sunnan. Svo þarf ég að þrífa 8 herbergi á mettíma. Gönguleiðsögubæklingurinn um Keili er svo í algjörum forgangi um kvöldið, þar sem við Þórður höfum skipt milli okkar verkum því staðarlotan á Hólum var í stífari kanntinum enda vorum við hálf rugluð af þreytu þegar kom að uppsetningu bæklingsins. Allavega er nokkuð víst að mér mun ekki leiðast á morgun. Kærar kveðjur úr sveitinni!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hólar

Þetta er búin að vera talsverð staðarlota enda mikið að gera og kemur maður yfirleitt skríðandi upp í herbergi á kvöldin enda er dagslotan frá 9 - 18 og er maður meira og minna útivið í roki og talsverðum kulda en þó, maður er nú hraustur og á besta aldri og svona, en bara svo óvön að vera svona lengi undir berhimni. Síðustu 2 daga hefur fram umhverfistúlkun og leiðsögn, virkilega gaman. Ég var náttúrlega myndavélalaus en vonandi mun mér hlotnast nokkrar myndir síðar og setja hér inn við fyrsta tækifæri. Á morgun er svo próf í rötun og það er ekki mín sterkasta hlið en sem betur fer verður björgunarsveit á svæðinu svo maður getur jafnvel bara blikkað gæjanna og fengið toppeinkunn, við sjáum hvað setur. En allavega stíf dagskrá á morgun frá 9 - 17 og munu þá aðalgæjarnir mínir sækja mig og þá höldum við litla fjölskyldan suður í dekur og fínheit og innflutningspartý hjá Eddunni minni. Ég segi þessu lokið frá Hólum í dag, yfir og út.

föstudagur, mars 03, 2006

Almenn pirringslosun í vikulok

Brátt líður að staðarlotu á Hólum og er námsefnið akkúrat ekki búin að eiga minn hug þessa daganna, breytingarnar á Hótelinu, þrif og undirbúningur hafa tekið alla orku enda er svakalega gaman að sjá breytingarnar. Kennarinn er búinn að vera að dæla í okkur efni í umhverfistúlkun, rötun, leiðsögn og göngustígagerð og ég er alls ekki komin inn á þessa línu. Kvíði fyrir prófinu í rötun af því ég er sérstaklega áttavillt og léleg í að rata. Eina sem við fáum í prófinu er áttaviti og kort. Þá eigum við að finna út og reikna út leiðina frá punkti A til punktar B ... ég á örugglega eftir að enda einhversstaðar í óbyggðum, ekki nóg með það við verðum að bjarga okkur sjálf, engir hópar eða slíkt. Svo eigum við að vera leiðsögumenn og leiða nemendur í gegnum ferli umhverfistúlkunar, ætli skýjahlaup geti flokkast undir umhverfistúlkun?

Myndavélin mín er biluð!!! 50.000 króna stafræn myndavél entist í 2 ár upp á dag. Það er spurning hvort ekki sé komin markaður fyrir einnota stafrænar myndavélar??? Allavega er ég orðin rosa pirruð á myndavélaleysinu en kallinn í Pedrómyndum ætlar að gera sitt besta! Vona að ég geti farið að taka myndir. Engar myndir til af Keili, síðustu jólum, Spánarferðinni og kannski ekki af Hólum og rötunartilraun minni, össhhhhhh!

Eitt sem pirrar mig meira en venjulega eru umferðarlög okkar íslendinga.. ég vil minna ykkur á eitt og hversu fáránlega sem þetta hljómar þá eru þetta lög vorrar þjóðar:

- Þér eruð óvéfenglega í rétti þegar þér leggið bifreið yðar ólöglega. -

Þegar ykkur vantar sárlega stæði næst þegar þið eruð á síðustu stundu að ná í ÁTVR eða eitthvað álíka fáránlegt fyrirbæri þessarrar þjóðir, leggið bílnum bara einhversstaðar á planinu af því ef það verður keyrt utan í bílinn þinn kyrrstæðann ertu í 100% rétti. Til hvers er verið að eyða peningum okkar í að merkja bílastæði ef það skiptir ekki máli hvar maður leggur bílum????

fimmtudagur, mars 02, 2006

faustinovínkynningin er á enda

Jæja.. mín er búin að drekka óhóflegt magn af rauðvíni og þegar maður hefur innbyrgt svo mikið af rauðvíni er erfitt aqð sofna... maginn minn þolir þetta ekki! Í fyrsta skipti á ævinni drakk ég vín sem er eldra en ég, Faustino 1. 1970, og meira að segja vín sem er jafngamalt og Jonni, nema Jonni var aðeins betri hahhaha... ok ég veit ekki fyndið! Úff ég kvíði fyrir að vakana á morgun og á örugglega ekki eftir að ver hress í hreingernigunum en... svona er að vera hótelstarfsmaður á vínkynningum.. Lengi lifi Faustino 1.!

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Stjörnustríð

Konan með vasaljósin kemur í næstu viku og gegnumlýsir allt ryk og allan skít og metur síðan öll herbergi og ákveður hversu margar stjörnur hótelið fær á mælikvarðanum 1 - 5. Ég tippa á 3 stjörnur eftir að ég er búinn að þrífa allt sem hefur legið á hakanum síðan í sumar. Næstu dagar fara í það og er ég fegin að komast í smá púl og frí frá lesefninu þó að ég megi engann vegin við því að leggja bækurnar frá mér... en svona er að vera hótelstarfsmaður í skóla. Mér hlakkar ekkert smá til sumarsins. Að taka á móti ferðamönnum og vinna. Ég elska að vinna! Á morgun fer ég og hitti sukkklúbbinn aftur frá því um síðustu helgi á Karólínu... vona að vínsmökkunin nái ekki yfir jafnmargar sortir og um síðustu helgi. Lengi lifi Torres!!!

mánudagur, febrúar 27, 2006

Ískeila og Stroh

Einhverntíma er allt fyrst og þessi helgi snérist fyrst og fremst um það. Ísgolf, ískeila, handbolti á ís, krikket á ís, go-kart á ís, limbó á ís, dottið á ís (ís með dýfu) og kakó með Stroh sem er það besta í heimi í kaffidrykkjum mmmmmmmm....
Við fórum semsagt með helstu sukkurum Norðurlands til Mývatns og átti ferðin að snúast um vínsmökkun og kaffidrykkjasmökkun en endaði í ísleikjum,ofdrykkju og útbúningi fyrirsagna sem engin mun fatta sem ekki var á svæðinu enda þarf maður að vera ílla drukkinn til að geta búið til fyrirsagnir sem hitta beint í mark. Ég hvet alla að tala við hann Yngva í Seli hótel Mývatni og fá að taka þátt í ískúnstum hvers konar, éta góðan mat og smakka vín og skemmta sér í skemmtilegu umhverfi.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Vandræðalegt
Ég veit að þetta hljómar fáránlega en, vinarhópurinn okkar fór út að borða um helgina og einn tvífari Justins Timberlake var í hópnum. Eins og allir vita er ég einlægur aðdáandi Justins og þá sérstaklega vegna útlitsins. Maðurinn var alveg eins og Justin og meira að segja taktarnir og röddin var eins. Maður var alltaf að glápa eitthvað!!! Mjög vandræðalegt svo ekki sé meira sagt.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Ofmetin Akureyri II edition

Eftir að hafa búið í 4 ár á Akureyri má segja að aðlögun mín við Akureyri sé enn ekki lokið. Það er margt hér ansi spánskt fyrir sjónum manneskju sem er fædd og uppalin í Reykjavíkinni, capitalé Islandia.
Annað hvort á fólk eftir að hata mig eða elska eftir þessa færslu, sjáum til...

Greifapizza
Hef aldrei skilið hvað er svona geggjað við Greifapizzu. "Bestu pizzur í heimi" segja Norðanmenn. Þessar pizzur eru hvorki góðar né vondar. Annað hvort eru Akureyringar bragðlaukablindir, trúír sínum heimamönnum eða hafa ekki smakkað margar pizzur í heiminum. Ég ráðlegg Akureyringum nær og fjær að leggja leið sína á Eldsmiðjupizzu eða Pizza di´Oliver á Ítalíu, þá vita allir hvað ég meina.

Brynjuís
"Besti ís í heimi" fyrir smekk Akureyringa. Í sannleika sagt hef ég gefið Brynjuís 7 tækifæri og ég verð bara að segja að Álfheimaísinn er ekkert verri!

Rúnturinn
Ein blóðugasta sjón á Akureyri. Allir á stífbónuðum köggunum að rúnta sama hringinn (í kringum fimm hús), flautandi, gefandi í, með Skítamóral í botni í útvarpstækjunum og étandi Brynjuís. HVAÐ ER AÐ!!! Það er ekki eins og það séu ekki kaffihús, videóleigur eða bíó á svæðinu!? Get lives u people.

Klíkurnar
Akureyringar eru ekki svo frábrugðir Thaílendingum, hópast saman í einhverjum gengjum sem fáir útvaldir komast í tæri við. "Sportgengið", "Fráskildu eiginkonugengið", "djammgengið", "Kjarnaskógargengið", "Greifagengið" o.s.frv. Það er eins og það þurfi að minna þetta fólk á að Akureyri sé hluti af Íslandi og allir í skóginum eigi að vera vinir.

Sjallinn
Sjúskaðasti skemmtistaður á Íslandi. 7 kvennasalerni, stífluð, klósettpappírlaus, án læsingu, útæld eða útskitin. Ég veit ekki hvernig stelpur sem djamma á sjallanum fara að því að skvetta úr skvísunum?? Annars er þessi staður mjög hentugur fyrir fólk sem hefur gaman að skemmta sér með fólki 18 ára og yngri, bara muna eftir að birgja sig upp af pampers.

Bílarnir
Akureyringar líta á bílanna sína sem gæludýr. Ef þú ert á leið inn í bæinn á skítugum bíl verður þú pottþétt litinn hornauga. Hvort sem þú ert á Fiat Uno eða Bmw, farðu á fyrstu þvotta/bensínstöð sem þú sérð og þvoðu bílinn, ekki bara þvo, heldur tjöruhreinsa, sápubóna, pússa stuðara, glugga og felgur og síðast en ekki síst splæstu ylmspjald á spegilinn þá ertu alveg "save".

Ég vil taka fram að þrátt fyrir þessa dökku bletti eru ýmsir jákvæðir punktar við Akureyri m.a. þá eru flestir Akureyringar alveg fínir, náttúran er virkilega falleg, bókasafnið er gott, Friðrik V er bestur, sundlaugin þægileg, skemmtileg skautahöll, fín kaffihús (þó að djammið sé afleitt) og öll rólegheitin kærkomin.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Fjallagrös og fílabein

Loksins er ég komin með áhugamál eftir 30 ára lífsleið. Keilir var ólýsanlegur í alla staði og þessarri göngu mun ég seint gleyma. Við fengum allar tegundir af íslensku veðri, rigningu, snjó, slyddu, sól, þoku, skýjun, logn og rok. Það var eins og maður hafi komist í einhverja vímu þegar maður náði toppnum... og svo rúlluðum við hálfpartinn niður í algjöru hláturskasti. Ég fann 2 hjartalaga steina sem ég gaf hjörtunum mínum hér heima (smá væmið, en samt...!) Núna er allavega 1 fjall komið á listann og fleiri munu fylgja í kjölfarið, that´s a promise! Aint no mountain high enough....

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Höfuðborgaferð n° 2

Nú er komið að því! Gangan á Keili fer fram á laugadaginn, ég er nú orðin smá stressuð, enda þolið ekki alveg upp á sitt besta núna!!! Lífstíllinn hjá minni hefur þó breyst til muna, hætt að reykja og drekka kaffi & gos og nú labbar maður bara og hreyfir sig eins og fólk gerir... enda finnur maður spikið renna af sér og mun hreinni andardrátt. Það er náttúrlega allt klikkað í skólanum. Var að koma frá bókasafninu þar sem allt fólkið er farið að þekkja mann og flestir þar vita að ég er að læra ferðamálafræði því ég geri ekki annað en að spyrja og trufla starfsfólkið þarna, en í dag var ég að leita að sögubókum og gömlum þjóðsögum fyrir Keilisverkefnið og starfskonan sem ég talaði við spurði hvort ég væri hætt í ferðamálafræði og byrjuð í sögu?! Fólkið á bókasafninu er sko minnugt og með munninn fyrir neðan nefið þegar það kemur að upplýsingaöflun. Amtbókasafnið er best, svona eins og annað heimili!

föstudagur, febrúar 03, 2006

Nú er komið að höfuðborgarferðinni og er mikið búið að hlakka til ferðarinnar enda skólinn búinn að taka sinn toll undanfarnar 2 vikur. Thunder-partý hjá okkur Sys sem klikka sjaldan (þau klikka aðallega ef við höldum þau fyrir norðan, I wonder why...!) Mr. Jones ætlar með og svo að sjálfsögðu Lilli sem heldur stuðinu uppi á leiðinni í bílnum með sína útgáfu af Krummi svaf í klettagjá og öðrum ferskum og frísklegum lögum. Ætli Svanur sé að vinna á Kaffibarnum? Ég er búin að hanna nýjan drykk sem fæst á Kaffibarnum og heitir "pot í auga" og fæst hann á hálfvirði... mæli með honum. Bona petit!!

þriðjudagur, janúar 31, 2006


Spiderman er flottastur!!!

laugardagur, janúar 28, 2006

Nostalgía
Eins og flestir sem til mín þekkja vita að ég er algjör alæta á tónlist og hlusta ég því stundum á Létt 96,7 og það er skemmst frá því að segja að rétt í þessu hlaut ég 15 mínútna nostalsíuvímu, þar sem 4 lög voru spiluð í röð sem minntu mig á gamla tíma sem innihéldu gömul vandamál, ástarsorgir o.þ.h. Ég brosti út í annað og fann hversu lítilvægleg þessi vandamál myndu virðast í sömu sporum í dag... sem þýðir aðeins eitt... ég er orðin gömul og þroskuð sál, gott mál!

Fordómar og Steluþjófar...
Ég verð að viðurkenna að eftir að tölvunni minni og peningaveski var stolið á Spáni hef ég gríðarlega fordóma gagnvart ólöglegum innflytjendum Marokkóbúa á Spáni. Tölvunni minni er saknað sárt og er það ástæðan fyrir því að allar mínar myndir og skólaverkefni eru glötuð FOREVER.... Kúkalabbar!!!

föstudagur, janúar 27, 2006

Svart og sykurlaust

Er ekki alveg að höndla myrkrið, dauðsé eftir því að hafa farið frá Spáni. Ef einhver veit um lampa á góðum prís fyrir mig svo ég geti lýst upp sveitina mína látið mig vita hið fyrsta svo ég flytji ekki til Spánar fyrir næsta janúar.
Jonni minn farinn til Spánar í viku, svo eina ljósið í sveitinni er hann Lilli minn sem er náttúrlega algjört ljós. Við ætlum að hafa dekurkvöld í kvöld og kveikja á kertum, borða popp og horfa á Idolið... gott plan fyrir svartsjáandi sveitakellingu og lítið ljós.