laugardagur, mars 10, 2007

Lífið í höfuðborgini var ljúft, fyrir utan flensuna sem herjaði á sveitavarginn (ekki í fyrsta skipti sem maður lítur við í sódómunni og endar með kvef og hita). Mútta og Daddy-cool dekruðu við mig eins og við er að búast og Lilli fékk óskipta athygli. Okkur Öldu brást ekki bogalistin á djamminu frekar en fyrri daginn og dró hún mig út skvísan, með valdi, þó ég væri að kafna úr kvefi og hún ný-singluð (nýja tískuorðið yfir "skyndilega á lausu").

Myndir frá viðburðinum:


Alda að tala við móður sína á afar vandræðalegu mómenti :))







Þetta varð ákaflega listrænt kvöld


Við hönnuðum meira að segja okkar eigin skartgripalínu, aldagugga-design. Þarna er ég að módelast fyrir okkur.

Skvísan komin í gírinn




Alveg að komast í gírinn


Usssss....



Kollumynd af Öldu


Kollumynd af síldinni