mánudagur, febrúar 13, 2006

Fjallagrös og fílabein

Loksins er ég komin með áhugamál eftir 30 ára lífsleið. Keilir var ólýsanlegur í alla staði og þessarri göngu mun ég seint gleyma. Við fengum allar tegundir af íslensku veðri, rigningu, snjó, slyddu, sól, þoku, skýjun, logn og rok. Það var eins og maður hafi komist í einhverja vímu þegar maður náði toppnum... og svo rúlluðum við hálfpartinn niður í algjöru hláturskasti. Ég fann 2 hjartalaga steina sem ég gaf hjörtunum mínum hér heima (smá væmið, en samt...!) Núna er allavega 1 fjall komið á listann og fleiri munu fylgja í kjölfarið, that´s a promise! Aint no mountain high enough....