miðvikudagur, maí 31, 2006

Landsbyggðarmenningin í hnotskurn:

- Konur með útnagað naglalakk
- Krakkar sem fá kikk út úr því að hrækja í polla
- Karlar pissa út í móa
- Fólk veit ekki um betri stað að búa á en í vindbarða landsbyggðarskerinu sínu í málningarflögnuðu húsi með dauðu tréi í garðinum og jafnvel handónýtri rólu.
- Besta snakkið á skerinu er harðfiskur með miklu sméri sem bóndin barði til með gamallri prentvél út í skúr.
- Nýtískulegi Framsóknarflokkurinn hefur svikið sveitavarginn með slagorðinu exbé.is jablajablaja
- Í matinn er gamalt hangið sauðakjet með útrunnum grænum baunum.
- Konan er ánægð þegar bóndinn fer á sjóinn í tæpan mánuð...
- Þá getur hún loksins farið að æpa á krakkanna, lakkað á sér neglurnar og sjússað sig á útrunna sérrýinu sem var lagt kaup á í gamla kaupfélaginu forðum.

Ljóðræn frásögn sem á sér samt stoð í raunveruleikanum. Alltaf gaman í sveitinni!

þriðjudagur, maí 30, 2006

Kiss & tell



Get ekki að því gert en ég er farin að sakna sárt fimmtudagskvöldanna með NY vinkonunum Carrie, Samönthu, Charlotte og Miröndu.

"You can´t date your fuck buddy ... Youre going to take the one person in your life that´s there purely for sex, no strings attached, and turn him into a human? Why?"
- Samantha, 2 Season.

Já ég er Sex and the City áhangandi...