föstudagur, ágúst 04, 2006

Síðasti sólarhringur í hnotskurn:
Kampavín, Friðrik V, umræður um "kakókaoizkt ástand" og mósaíkhugsunarhætti skálda!?? (say no more!), 10 tapasréttir, rauðvín, hvítvín og aftur rauðvín, Swiss mocca sem gerði útslagið, leigubíll, hringt í ónefndann aðila og honum sent skilaboð til staðfestingar að enginn væri dauður, hlegið og spjallað um allt og ekkert, indjánamynd í boði hússins, rúm, rúm rúm, sofa, sofa, sofa, vakna, jú að sjálfsögðu... fólk getur verið veikt, eina manneskjan sem var veik í vinnunni í dag var ég, en ég slapp lifandi frá deginum og er sú frískasta enda er ég aldrei veik í vinnunni, þrif, bæjarferð, sængur keyptar og ákveðin óvissuferð fyrir fjölskylduna enda löngu kominn tími til að gera eitthvað annað en að vinna og vinna og vinna.... hvort sem maður er veikur eða ekki ég er allavega veik fyrir því að komast í frí