Vika í viðjum lesturs.
Ég skal sko segja ykkur það að þessi vika er um leið búin að vera hrútleiðileg en í senn fjörug og frískandi:
AFREK VIKUNAR: Lestur 2 bóka, Tourism planning og The developement of sustainable tourism in Europe.
MISTÖK VIKUNAR: Spagetti eldamennska mín á stundum engin mörk, ætlaði að elda fyrir 10 manns en eldaði fyrir um 50 manns. Spagetti í boði fyrir svangalanga!
SETNING VIKUNAR:"..Drýpur af hvers mannsrassi!"
STAÐUR VIKUNAR: Eldhúsborðið
FATNAÐUR VIKUNAR: Gráar slitnar íþróttabuxur, fjólublár hlýrabolur og ullatátiljur prjónaðar af nöfnu minni (gamli góði próffiðringurinn!)
MAÐUR VIKUNAR: Lars Aronson umhverfisfræðingur og rithöfundur sem fer yfir mörkin í umhverfisverndun og vill að við skríðum aftur inn í torfkofanna okkur, hip kall!
KONA VIKUNAR: Mamma mín, sem er hinn mesti pólitíkus og ætti löngu að vera komin inn á þing, frábær hún mamma!!
KAKA VIKUNAR: ArkítektaKakan hennar Sys svíkur engann, flottasta kaka til þessa, kíkið á hana
Hér með er pistill vikunar kominn á framfæri, klukkan er gengin 17 mínútur yfir 12 og kominn tími á svefn, lifið heil!
laugardagur, nóvember 05, 2005
mánudagur, október 31, 2005
Ó borg mín borg...
Reykjavík skartaði sínu fegursta enda fékk ég allar útgáfur af Reykjavíkurveðri, sól og kulda, snjóbil og hálku, rok og rigningu, slyddu og saltsnjó og smá sýnishorn af hlýju. Ferðamálarástefnan var fín, fyrirlestrar með Hannes Smárasyni FL- group kóngi, Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhúsdrottningu, Maikke Eckhlen ferðafrömuði, Stebba stuð og fl. Drakk 5 kaffibolla um morguninn og fékk nett koffínsjokk í byrjun fundarins með skjálfta, gnýstun tanna og yfirliðstilfinningu, en allt fór þetta á besta veg og er ég ánægð með þessa ráðstefnu og ekki síður er ég ánægð með Reykjavíkurnætur sem heppnuðust vel, þrátt fyrir mikla drykkju. Sunnudagurinn lagðist bara vel í mig enda "Bæjarinsbesta-pylsa" og kókómjólk fyrir svefninn besti þynnkubani í heimi. Var samt sæl að komast aftur norður enda nóg að gera í skólanum og á Hótelinu. Lilli minn var kampakátur að hitta múttuna sína þó karlakvöldin hjá þeim feðgum hafi engan svikið.
Reykjavík skartaði sínu fegursta enda fékk ég allar útgáfur af Reykjavíkurveðri, sól og kulda, snjóbil og hálku, rok og rigningu, slyddu og saltsnjó og smá sýnishorn af hlýju. Ferðamálarástefnan var fín, fyrirlestrar með Hannes Smárasyni FL- group kóngi, Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhúsdrottningu, Maikke Eckhlen ferðafrömuði, Stebba stuð og fl. Drakk 5 kaffibolla um morguninn og fékk nett koffínsjokk í byrjun fundarins með skjálfta, gnýstun tanna og yfirliðstilfinningu, en allt fór þetta á besta veg og er ég ánægð með þessa ráðstefnu og ekki síður er ég ánægð með Reykjavíkurnætur sem heppnuðust vel, þrátt fyrir mikla drykkju. Sunnudagurinn lagðist bara vel í mig enda "Bæjarinsbesta-pylsa" og kókómjólk fyrir svefninn besti þynnkubani í heimi. Var samt sæl að komast aftur norður enda nóg að gera í skólanum og á Hótelinu. Lilli minn var kampakátur að hitta múttuna sína þó karlakvöldin hjá þeim feðgum hafi engan svikið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)