Úldnir landsbyggðardraumar
Fyrir höfuðborgarbúa er álíka geldandi að flytja á landsbyggðina og að láta míga yfir sig í rigningu. Á landsbyggðinni verða draumar manna að hnetuskurn og ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það flytur úr höfuðborginni Reykjavík-City.
Þeir sem ættu að flytja á landsbyggðina:
* Fólk semur hefur gaman af því að velta sér upp úr hvað aðrir eru að gera. Sem sagt fólk sem á sér ekkert líf!
* Fólk sem vill láta grafa sig lifandi.
* Fólk sem finnst Bryjuís góður.
* Fólk sem vill fá að vita hvenær hver prumpar og hvar og helst af hverju.
* Fólk sem sér í gegnum rör og vill bara sjá í gegnum rör.
* Fólk sem finnst gáfulegra að eyða 10.000 kalli í bensín, "á rúntinum" en að fara á ærlegt fyllerý og sletta almennilega úr klaufunum.
* Fólk sem fýlar skítalykt og skít yfir höfuð.
* Fólk sem hefur gaman að baða sig upp úr sama vatninu í langan tíma.
Þeir sem ættu alls ekki að flytja á landsbyggðina:
* Athafnafólk með framtíðarsýn.
* Fólk sem vill ekki að aðrir fylgist með því hvenær, hvar eða af hverju það prumpar.
* Fólk sem hefur gaman að öðru fólki og kann að samgleðjast öðrum.
* Fólk sem vill getað notið menningu og kynnst öðru fólki.
* Fólk sem vill skemmta sér og fá sem mest út úr lífinu.
* Fólk sem hugsar um sig og sína fjölskyldu og hefur ekki tíma til að velta sér upp úr hvað Gunna og Jói í næsta húsi hafa það gott/slæmt!
* Fólk með frjókornaofnæmi.
* Fólk sem vill góðann skyndibita (KFC, American Style, Eldsmiðjupizzu, Mekongrétti)
Ég veit að Reykjavík hefur sína galla en trúið mér það er ekkert ömurlegra en að láta míga yfir sig í rigningu!!
sunnudagur, september 03, 2006
Misskilningur á misskilning
Ég var að komast að því í dag að ég er hrikalega misskilin. Ef að ég misskil ekki aðra þá er ég pottþétt misskilin. T.d er sumt fólk sem ég bara næ ekki að skilja og hvað þá að það skilji mig. Ég hef til dæmis boðið útlendingi að fara að fá sér sígó í þvottahúsinu hér á hótelinu (allt var þetta byggt á misskilningi!) Í gær var voru Englendingar hér í mat sem hétu Plomp og þegar ég skrifaði Reserved miða á borðið þeirra stóð þar Mr. and Mrs. Plott. Í dag var Austurríkjamaður að tala við mig á ensku og ég heyrði bara þýsku í bland við tyrknesku og bað hann um að tala ensku hann horfði má mig hissa með stórum augum með þykkum og miklum augabrúnum og sagði við mig eins og ég ætti að lesa af vörum hans "Æghh gghafe bin sprrííkingk iiinglirs!"
Ég var að komast að því í dag að ég er hrikalega misskilin. Ef að ég misskil ekki aðra þá er ég pottþétt misskilin. T.d er sumt fólk sem ég bara næ ekki að skilja og hvað þá að það skilji mig. Ég hef til dæmis boðið útlendingi að fara að fá sér sígó í þvottahúsinu hér á hótelinu (allt var þetta byggt á misskilningi!) Í gær var voru Englendingar hér í mat sem hétu Plomp og þegar ég skrifaði Reserved miða á borðið þeirra stóð þar Mr. and Mrs. Plott. Í dag var Austurríkjamaður að tala við mig á ensku og ég heyrði bara þýsku í bland við tyrknesku og bað hann um að tala ensku hann horfði má mig hissa með stórum augum með þykkum og miklum augabrúnum og sagði við mig eins og ég ætti að lesa af vörum hans "Æghh gghafe bin sprrííkingk iiinglirs!"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)