laugardagur, maí 10, 2003

Gleðilegan kosningadag!... (fyrir þá sem finnst hann gleðilegur!)
jaajjaaa.. komið að kosningum eina ferðina enn... mér finnst ég alltaf vera að kjósa. Fór í ammæli í gær og þar var sko ýmislegt rætt um kosningar og liti og kjördæmi og vinstri og hægri og svoleiðs... ég ákvað fyrir löngu að þetta er allt sama tóbakið! þannig að þar sem ég er hætt að reykja er ég líka hætt að kjósa. ÞAnnig að ég auglýsi hér atkvæði til sölu!

miðvikudagur, maí 07, 2003

Hahahahaha!!!!

Þið verðið að kíkja á frásögur frelsarans þetta er hrein snilld og það sem meira er .... ég hef heyrt að það leynist sannleikskorn í þessu öllu saman, hvað ætli feministinn segi við þessu fylgjandi/andvígur?

þriðjudagur, maí 06, 2003

Það er svo fyndið...

Við þekkjum einn tölvugaur, þ.e. gæjinn sem seldi okkur tölvuna, hann er æði, vill allt fyrir okkur gera, hjálpa okkur með tölvuna og svoleiðs en hann bara kann ekki á tölvur samt er hann að verzlunarstjóri í tölvubúð... hann selur okkur alltaf eitthvað vitlaust, vitlausan prentara, vitlausan pappír í prentarann, vitlausa leiki og vitlausan harða disk, æ samt er hann algjör gullmoli!!! Hvað get ég sagt tölvan er í rúst en samt er ég ánægð að til sé fólk sem er allt af vilja gert :)

Var að tala við Sys í dag, hún er að fara til Dk á föstudaginn þessi elska í inntökupróf og er að vinna hjá Símanum, greyið. Það að vinna hjá Símanum er eins og að vinna við að lesa símaskránna aftur og aftur undir eftirliti svokallaðra "varðstjóra". Þú mátt ekkert fara nema með leyfi "varðstjórans" ekki einu sinni á klóstið og skalt sko ekki voga þér að spila kapal á tölvuna þína þegar lítið er að gera, hvað þá að nota þjónustu Símans, internetið... bara stara og bíða eftir að næsti kúnni hringir og drullar yfir þig!!!! Fólk sem notar þjónustu Símanns er vinsamlega beðið um að temja sér kurteisi, mannasiði og þakklæti áður en það dæmir og drullar yfir litla símamanninn, því hann er það sem heldur þessu skítafyrirtæki gangandi.

Horfði á kosningaáróður e. fréttir þar sem m.a Sjávarútvegsráðherra sat fyrir svörum, hvers á þjóðin að gjalda og hvað skal kjósa þegar aðeins fávitar eru í framboði, það er alveg sama hver er litið... Samfylkingin er of tvístígandi í öllum málum, VG eru of öfgakenndir og glassúrkenndir fyrir minn smekk, NýttAfl er of nýtt, Frjálslyndir eru of miklir freðfiskar, Framsókn er of grænt og glært og Dabbi er leiðilegur! Ég held ég skili auðu eða setji x við sex :)

mánudagur, maí 05, 2003

Ég gjörsamlega veit ekki neitt þessa daganna.

Tölvan mín gengur á litla vísinum í dag... er með mjög góða tölvu og bestu tenginuna sem völ var á fyrir 3 mánuðum en samt er tölvan mín kölluð snigillinn þessa daganna!!!!

Ég er orðin örfhent allt í einu, það er satt. vinstri höndin virkar betur en hægri, enda á ég í mestu basli með að pikka á tölvuna. Kannski fylgifiskur óléttunar! aldrei að vita!!!

Það besta sem ég fæ er bleikur extra og ég fer með ca.4 poka á dag, vona að ég sé ekki að verða örfhent út af því! :(

Hvernig getur maður gleymt barnafötunum í þvottavélinni í heilan dag, ég sem var búin að hlakka svo til að byrja að þvo litlu sætu barnafötin... en ég, fullkomna mamman, gleymdi litlu krúttlegu fötunum í þvóttavélinni í allann dag þannig að núna eru þau öll krumpuð :´( .... ætla sko að bæta "Malla" þetta upp með að strauja öll sætu fötin hans á morgun allt frá sokkum upp í lök!!! (Maður er ekki einu sinni orðin mamma og strax byrjuð að klúðra öllu) hvernig mamma verð ég eiginlega?????

HASH(0x873408c)
Venus- Probably an animal lover, u share your
kindness and love with everyone! U love
everyone no matter how bad they want you dead!
You tend to do favors for everyone and do other
people's homework for a brownie a day. Share
the love


What Planet Are You!?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, maí 04, 2003

Er að kafna úr myglulykt!!! Við elduðum kjúkling í gær og það mætti halda að hann væri genginn aftur með þvílíku fjaðrafoki og myglulykt!!! HJÁLP!
Guggan komin aftur eftir helgarfrí með new look... múttan var í heimsókn og klippti og litaði, þannig að ég er orðin human aftur. Annars er helgin búin að vera ljúf að vanda. Mikið etið og hlegið og neglur nagaðar og bumban strokin. Múttan er strax byrjuð að dekra "Mallann" þó hann sé enn í móðurkviði, bíð bara eftir að hún fari að næra hann á nammi, kannski hún stingi sleikjó í gegnum naflann minn og segi honum að segja "amma" hehehehe!! neibbs ekki mútta hún er yndisleg og búin að hjálpa mér helling í barnafatakaupum og flutningum á hinu og þessu úr bænum og eldamennsku og hárstússi og .... endalaust mætti telja!! Besta mamman í heiminum :) Við erum semsagt búin að vera í dekri ég og Mr. Jones alla helgina og hafa það bezt! Allt er tilbúið fyrir bumbubúann, bara bíða og bíða og bíða og bíða...