þriðjudagur, maí 09, 2006

Í skóginum stóð stígur einn...

Smá innlegg frá Hólum:


Þetta er þokan fyrir utan gluggann minn í gærkvöldi en þarna bak við þokuna miklu leynist Auðunarstofa og Heimili biskups Hóla. Spúgí og draugalegt!



Göngustígur í mótum, Hópur 3 er bestur!!!



Hópur 3 að ætlunarverki loknu. Glæsilegt hjá hópi 3!

Í kveld er grillveisla ... þreytan samt aðeins farin að segja til sín ... en hvað með það! Partý on!

mánudagur, maí 08, 2006

Forest Gugga

Er komin á Hólana góðu að klára námið í göngustígagerðinni, þetta er sko hörku vinna! Dagurinn í dag var sem betur fer í rólegri kantinum. Slidesýningar á göngustígum víða um heim, hvað má og hvað má ekki o.s.frv svo var reyndar labbað um skóginn í hringi og skoðaðir göngustígar og gagnrýnt og hrósað fyrrverandi nemum og sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg fyrir þessa göngustíga.
Á morgun verður heljar vinna, útbúinn verður göngustígur með tröppum og brú og hvað eina. Sagir, naglar, axir, trjáklippur, hrífur og hamrar verða notaðir til verksins og að sjálfsögðu sjúkrakassi! Gaman gaman!!!