fimmtudagur, apríl 06, 2006
2 dagar í sunnanferð, alltaf fær maður jafn mörg fiðrildi magann við tilhugsina sem fylgir innanlandsflugi enda hafa síðustu sunnan og norðan ferðir einkennst af miklum hristingi og vonskuveðri. Eins og mér þykir gaman að ferðast leiðast mér jafnmikið flugferðir. 45 mínútur geta virst sem heil eilífð í mínum augum í Fokker 50 vél. Alltaf er samt jafngaman að koma á heimaslóðirnar og hitta fjölskylduna, ekki spillir fyrir að Sys er nýkomin frá DK og með það nýjasta frá H&M í farteskinu svo ekki sé nú minnst á tollinn. Partý, fermingarveisla og afmæli... Lofar góðu!!!
sunnudagur, apríl 02, 2006
Hvað mengar 1 álver mikið í samanburði við bíla?
Það þarf um 172.000 bíla á ári til að menga jafn mikið og framtíðarálver okkar Íslendinga, Fjarðarál.
Ekki nóg með það að okkar háttvirtur iðnaðarmálaráðherra ætlar að hækka eiturefnalosun íslendinga sem nemur fleiri en 300.000 bíla á ári heldur ætlar hún líka að jarða niður öll byggðarmál okkar. Nú liggur við að bændur þurfa að opna ísbúð í fjósinu sínu til að geta búið til ákveðna nýsköpun til að getað haldið lífi í byggðarlaginu. Er verið að gera okkur að fíflum????
Það þarf um 172.000 bíla á ári til að menga jafn mikið og framtíðarálver okkar Íslendinga, Fjarðarál.
Ekki nóg með það að okkar háttvirtur iðnaðarmálaráðherra ætlar að hækka eiturefnalosun íslendinga sem nemur fleiri en 300.000 bíla á ári heldur ætlar hún líka að jarða niður öll byggðarmál okkar. Nú liggur við að bændur þurfa að opna ísbúð í fjósinu sínu til að geta búið til ákveðna nýsköpun til að getað haldið lífi í byggðarlaginu. Er verið að gera okkur að fíflum????
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)