Eru Akureyringar að skjóta sig í báða fæturna???
Áhugaverð fyrirsögn og grein í Viku Degi í dag:
"Akureyringar nýti sér andúð á aðkomumönnum"
Í greininni talar Hólmkell Hreinsson um að það sem sé sérstakt við Akureyri og Akureyringa er hversu mikla andúð þeir hafa á aðkomufólki og það ætti að nýtast þeim í verkefninu um að koma Akureyri í "Slow city" flokkinn sem þykir ákaflega nýmóðins og eftirsóknarverður titill fyrir lítil krummaskuð hvar sem þau eru í heiminum. Akureyri er nú víst nógu mikill svefnbær eða eins og ég myndi kalla "sleep city" að það sé ekki líka verið að bæta á hann viðurnefninu "slow city". Þetta er ekki til framdráttar fyrir Norðlendinga sem haga sér eins og Thaílendingar, hópa sig saman í lokaða hópa og er ílla við að mingla við annað fólk. Mér líst hreinlega betur á að Akureyringar komi út úr skápnum og skammist sín fyrir að hafa andúð á aðkomumönnum og reyni að ná titlinum "friendly city" það myndi væntanlega auka ferðamannatraffíkina og ferðamenn myndu ekki bara stoppa til að renna sér niður Hlíðarfjall heldur kynnast Akureyrískri menningu sem er búin að liggja í dvala of lengi.
föstudagur, febrúar 09, 2007
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Jæja ... ég var rekin að blogga og þori ekki öðru enda hótanirnar af verri toganum. Skólinn er byrjaður og þá meina ég BYRJAÐUR... fögin að þessu sinni eru mennfer og rekstur, stytting á nöfnunum Menningatengdri ferðaþjónustu og Reksti smáfyrirtækja. Fögin koma á óvart og falla bara vel í kramið hjá sveitungnum sem situr bara vanalega heima og les lexíur og skrifar stíla. Þema næstu daga á blogginu verða 10 bestu / 10 verstu e-hv. Fylgist með því!!! þetta á eftir að verða krassandi umsagnir frá hvursdagshugþönkum sveitalífsins. Nóg í bili, verið sæl og hafið góðar stundir.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)