föstudagur, maí 23, 2003

Jæja kvöldið í kvöld verður ekki fjölbreytilegra en hin kvöldin í heimi óléttunar, ætli maður neyðist ekki til að horfa á fegurðina á stöð2 og ljúki kvöldið á lokamyndinni á RUv. Ég þarf að setjast niður og skrifa hreyfingar bumbubúanns og samdrætti, halda bókhald yfir þennann prakkara... úFFFFF...!! Mamma mía, ekki ætla ég að fjölga heiminum meir... allavega ekki næstu 5 árin.. þið öfundsverðu djammarar helgarinnar, njótið ykkar og blómstrið í áfengisdauða og þynnku fram eftir sunnudegi hehehh ...

((((---ELSKU SYSTIR... TIL HAMINGJU MEÐ ÁFANGANN OG ÚTSKRIFTINA !!! LENGI LIFI LÁZA!!!!!---))))

Var að hlusta á effemm áðan (kemur mjög sjaldan fyrir!!!) þáttinn dingdong, hvað er eiginlega í gangi með hann Pál Óskar! ég er gjörsamlega búin að missa allt álit á manninum, hann virðist vera massa tapsár yfir Birgittunni eða hvað er annars í gangi, fílar hann ekki lagið eða er Birgitta kannski bara aðeins flottari díva en hann??????
og Helga Möller mín.... haltu þig bara við Lottóið!!!!!

fimmtudagur, maí 22, 2003

Er virkilega farin að spá í að fá mér Tonic.... ekkert gos til!!! en spurn. með mallabúann, það er kímin í tonic, gæti komið fæðingu af stað hmmmmmmmmmm....
You are Morpheus-
You are Morpheus, from "The Matrix." You
have strong faith in yourself and those around
you. A true leader, you are relentless in your
persuit.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
Jæja núna er ég endanlega að morkna hérna heima... þori ekki út, gæti misst vatnið niðrá Torgi og þurft að leggjast niður og hringja í sjúkrabíl, ekki alveg til í að liggja í legvatnspolli fyrir framan alla túristanna á torginu, talandi í gsm-símann og bíðandi eftir sjúkró!!! Sunna kom í heimsókn í gær og talaði ekki um annað en fæðingu lamba og folalda og hversu há dánartíðni væri meðal nýfæddra lamba, ekki gaman að hluzta á það þegar maður er að höndla samdráttarverki og er frekar ílla við kindur. Það er sind að vera kind! En leið og mallalingurinn er skorðaður fer ég út og beint í kirkjutröppu-maraþon!! Það er neblilega lygilega stutt niðrá spítala frá kirkjutröppunum þannig að ég gæti kannski bara skokkað beint niðrá spítala ef "brautryðjandinn" myndi kíkja út. Annars er hreiðurhvötin alveg að fara með mig eða þannig... það er ekkert nógu skítugt hér þannig að það þurfi að þrífa, ofninn og ísskápurinn eru alveg sjæní, kannski ég banki hjá Steina niðri og spyrji hann hvort honum vanti húshjálp!! Tns-tækið er alveg að bjarga mér hérna, þetta er raftæki, svipað og slendertone og trimform, kippir í einhverja vöðva þannig að samdrættirnir verða að engu... ég verð kannski bara orðin megakroppur e. fæðingu hehehe...
Ísland er smáþjóð....
1) Forsætisráðherran er í símaskránni

2) Það er líklegt að þú rekist á forsetann eða biskupinn í sundi

3) Pulsa með öllu er ekki þekkt vörumerki erlendis

4) Fjórði besti maður í heimi í tugþraut er þjóðhetja

5) Aðal-spurningakeppnin er á milli fólks sem hefur ekki aldur til að kaupa vín

6) Það telst vera sigur í landsleik þegar gert er jafntefli í fótbolta

7) Skandalar í ríkisfjármálum snúast um laxveiðileyfi

8) Ef íslenskur skíðamaður dettur í brekkunni er þjóðinni brugðið

9) Þegar minnst er á Íslending í erlendum fjölmiðli segja íslenskir fjölmiðlar frá því

10) Það er ekki hægt að kaupa sér bjór kl. 6 á morgnana

11) Sjoppuræningjar fá sama rými í fjölmiðlum og fjöldamorðingjar annars staðar

12) Þegar frægt fólk rétt svo millilendir hér telst það frétt

13) Við sækjum erlenda flóttamenn á FOKKER

14) Forstjórinn í stærsta skipafélaginu er stjórnarformaður í eina millilandaflugfélaginu

15) Höfuðstöðvar stærsta tryggingafélagsins eru fimm hæða

16) Fólk snýr sér við úti á götu ef það sér mann með arabískan höfuðklút

17) Á Íslandi eru fleiri rollur en fólk

18) Á Íslandi eru engir einkaspæjarar

19) Það er hlé í bíói

20) Forsætisráðherra vors lands opnaði fyrsta McDonald's staðinn á landinu

miðvikudagur, maí 21, 2003

Vááá... er ekki að meika heimilið mitt núna, er búin að vera heima í 1 og 1/2 dag og er að verða gúgú!!! Er í miklu stuði með TNS tækið stillt í botn til að linna samdrætti og bakverki sem hafa hrjáð mig síðan kl.3 í nótt. Ég skal segja ykkur það að bumbubúinn er byrjaður að ryðja veginn og það með látum... hvort hann komi fyrir mánaðarmót eða ei, skal ég ekki segja, mig grunar að Mr.Jones eigi mjög stórann hlut í honum þannig að þetta gæti allt eins verið bara spurning um smá athygli og stríðni að hálfu bumbubúans :) Hef ekki haft jafn litla matarlyst síðan á Spáni, enda ekki mikið pláss í mallanum...vona að gubbustandið byrji ekki aftur!!! úff, búin að pústa út ! shhhíí hvað þetta var gott. Yndislegt að nota bloggið sem andlega ruslafötu!!! ahhhhhh...

þriðjudagur, maí 20, 2003

Verð undir feldi í dag.... aðallega að hugsa um....

að gera eitthvað í mömmu-málunum mínum, hvernig vil ég fæða, hvað ætla ég með mér á fæðingadeildina, á ég að þrífa höllina mína eða ekki, hvernig á að skipta á bleyjum, hvaða deifingar á ég að fá mér þegar að stóru stundinni kemur, æfa slökunaræfingar og höndla samdráttarverki!

sumarið er að koma og engin sól, er eins og albínói með blá augu, verð að gera eitthvað í málunum!

af hverju hunangsflugudrottningar eru svona vondar?

sunnudagur, maí 18, 2003

Jæja, helgin á enda, mútta farinn og 37.vikur búnar af meðgöngu. 3 vikur eftir !!! Er að spá í að kíkja til RVK á föstudaginn og kíkja á sýninguna hjá Sys og óska henni til hamingju með alla frábæru áfanganna sem hún hefur afrekað, þessi snillingur! :) Vona bara að ljósan leyfi mér að fljúga, annars verð ég bara heima og drekk Tonic og fæ mér labb upp kirkjutröppurnar thíhhíhí og enda upp á fæðingadeild í Eurovisionfárinu. Er Eurovision farið að snúast meira um kynþokka en áður eða er ég bara orðin eitthvað klikk...? mér finnst öll lönd vera að trana fram einhverjum sólgleraugna chocko-um með mjaðmahnikki og fáklæddum meyjum í heitapottum. Ég er reyndar ekki búin að sjá öll lögin. Markaðssetning og kynþokki eiga reyndar góða samleið s.br. Flugleiði og dirty weekend in Iceland ;) Eurovision hefur alltaf verið smá svona .... söngvamarkaðssetningarkeppni, sem mér finnst reyndar cool! Áfram Ísland!