Ísland er smáþjóð....
1) Forsætisráðherran er í símaskránni
2) Það er líklegt að þú rekist á forsetann eða biskupinn í sundi
3) Pulsa með öllu er ekki þekkt vörumerki erlendis
4) Fjórði besti maður í heimi í tugþraut er þjóðhetja
5) Aðal-spurningakeppnin er á milli fólks sem hefur ekki aldur til að kaupa vín
6) Það telst vera sigur í landsleik þegar gert er jafntefli í fótbolta
7) Skandalar í ríkisfjármálum snúast um laxveiðileyfi
8) Ef íslenskur skíðamaður dettur í brekkunni er þjóðinni brugðið
9) Þegar minnst er á Íslending í erlendum fjölmiðli segja íslenskir fjölmiðlar frá því
10) Það er ekki hægt að kaupa sér bjór kl. 6 á morgnana
11) Sjoppuræningjar fá sama rými í fjölmiðlum og fjöldamorðingjar annars staðar
12) Þegar frægt fólk rétt svo millilendir hér telst það frétt
13) Við sækjum erlenda flóttamenn á FOKKER
14) Forstjórinn í stærsta skipafélaginu er stjórnarformaður í eina millilandaflugfélaginu
15) Höfuðstöðvar stærsta tryggingafélagsins eru fimm hæða
16) Fólk snýr sér við úti á götu ef það sér mann með arabískan höfuðklút
17) Á Íslandi eru fleiri rollur en fólk
18) Á Íslandi eru engir einkaspæjarar
19) Það er hlé í bíói
20) Forsætisráðherra vors lands opnaði fyrsta McDonald's staðinn á landinu
fimmtudagur, maí 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli