sunnudagur, maí 29, 2005

"Litla vinkona"

Hunangsfluga ein kom í heimsókn til mín í kvöld og kenndi mér dýrmæta lexíu. Ég vil taka það fram að ég er með flugufóbíu á háu stigi, þar sem húsfluga hefur hrætt úr mér lífstóruna. Þessi svokallaða vinkona mín kom hér inn um gluggann hjá mér ásamt maka sínum (býst ég við) þar sem hann var bæði minni, mjórri og líklega hræddari þar sem hann flaug út um leið og hann sá mig. Ég náttúrlega æpti og hljóp inn á baðherbergi og hringdi í mömmu og spurði í mikilli geðshræringu hvernig ég ætti að losa mig við þessa skepnu og hún mælti hiklaust með hárlakki og sagði mér að spreyja ákveðið á hana án þess að hika. Ég fór fram með sprayið í annarri og símann í hinni og sá þessa litlu (stóru) saklausu flugu sem átti sér enga undankomuleið og ég gat bara enganveginn úðað á kvikindið. Eftir klukkustunda tal við mömmu sem var nú bara steinhissa á þessarri hræðslu og miskunarsemi settist ég fram og fór að fylgjast með vinkonu minni sem var bara alveg meinlaus og líklega að skíta á sig úr hræðslu við þessa klikkuðu kellingu sem notar hárlakksbrúsa og síma sem vopn í stríði sem væri álíka vitlaust og íraksstríðið í heild sinni. Við skildum sáttar við lífið og tilveruna og báðar á lífi. Svona getur nú lífið verið skrítið í sveitinni!!!