TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FRIDA!
Af því hún frida er búin að blása sig út á mínu eigin bloggi, ætla ég að láta eina sanna sögu fylgja hér sem er afmælisgjöf til fridu frá mér... muhahhaha!
Frida er mikil djammdrottning og finnst afar gaman að fá sér í glas í góðra vina hópi (eins og flestir). Frida á það samt til að vera einum of ágeng ef réttir drykkir og hvað þá réttir karlmenn eru fyrir hendi. Eitt sinn á ónefndum skemmtistað fékk frida 3 staup af eplasnafsi í verðlaun í drykkjukeppni á ónefndum skemmtistað í reykjavík. Frida var orðin svolítið völt í annann fótinn og vildi endilega deila þessu með mér, ég afþakkaði því eplasnafs er ekki minn drykkur. Frida vildi nú ekki líta út eins og algjör aumingi og hrúgaði í sig snöfsunum og ekki vildi betur til en hún fékk einhverja klígju og frussaði þessu út úr sér og yfir toppinn sinn. Ég sá bara fyrir mér skemmtilegt kvöld á enda þar sem hún gat ekki verið í eplasnafsbolinum á tjúttinu en mín gerði sér lítið fyrir og fór úr honum og lyfti pilsinu upp fyrir brjóst og var í hlýralausum og MJÖG stuttum kjól allt kvöldið. En þetta virkaði vel því hún fór heim með 2 fyrrverandi kærustum þetta kvöld, hvað gerðist meira veit ég ekki!!! En hver er gliðran aftur?
laugardagur, september 24, 2005
fimmtudagur, september 22, 2005
þriðjudagur, september 20, 2005
"uno positivo, nada negativo"
Jæja þá er maður komin heim á klakann og verkefnin hrynja yfir mann í skólanum. Ég náði að gera 2 ritgerðir á tveimur dögum og skila þeim á réttum tíma, án gríns var þetta erfitt og neikvæðir straumar gerðu mér erfitt fyrir.
Á Spáni var auðvitað meiriháttar, maturinn þar er ólýsanlegur og ég borðaði a.m.k 4 sinnum á dag og drakk að sjálfsögðu mikinn cervesa, þannig að mín þarf að fara að gera eitthvað í bumbumálunum. Annars er ég búin að búa upp á bókasafni s.l 2 daga, fólkið þar er farið að finna til samkenndar með mér og heldur líklega að ég sé að skrifa rannsóknarritgerð um sögu síðustu 20 alda eða svo... vesalings stúlkan!!
En þetta er samt dúndur gaman og ekki hægt að segja að mér leiðist á meðan.
Lillinn minn sagði að mamma væri lúin, börn eru ótrúlega næm.
Til hamingju með afmælið á morgun Fríða mín, ég er svo hrædd um að ég gleymi því á morgun... velkomin í kellingaklúbbinn ;)
Adios,
Guggan.
Jæja þá er maður komin heim á klakann og verkefnin hrynja yfir mann í skólanum. Ég náði að gera 2 ritgerðir á tveimur dögum og skila þeim á réttum tíma, án gríns var þetta erfitt og neikvæðir straumar gerðu mér erfitt fyrir.
Á Spáni var auðvitað meiriháttar, maturinn þar er ólýsanlegur og ég borðaði a.m.k 4 sinnum á dag og drakk að sjálfsögðu mikinn cervesa, þannig að mín þarf að fara að gera eitthvað í bumbumálunum. Annars er ég búin að búa upp á bókasafni s.l 2 daga, fólkið þar er farið að finna til samkenndar með mér og heldur líklega að ég sé að skrifa rannsóknarritgerð um sögu síðustu 20 alda eða svo... vesalings stúlkan!!
En þetta er samt dúndur gaman og ekki hægt að segja að mér leiðist á meðan.
Lillinn minn sagði að mamma væri lúin, börn eru ótrúlega næm.
Til hamingju með afmælið á morgun Fríða mín, ég er svo hrædd um að ég gleymi því á morgun... velkomin í kellingaklúbbinn ;)
Adios,
Guggan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)