TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FRIDA!
Af því hún frida er búin að blása sig út á mínu eigin bloggi, ætla ég að láta eina sanna sögu fylgja hér sem er afmælisgjöf til fridu frá mér... muhahhaha!
Frida er mikil djammdrottning og finnst afar gaman að fá sér í glas í góðra vina hópi (eins og flestir). Frida á það samt til að vera einum of ágeng ef réttir drykkir og hvað þá réttir karlmenn eru fyrir hendi. Eitt sinn á ónefndum skemmtistað fékk frida 3 staup af eplasnafsi í verðlaun í drykkjukeppni á ónefndum skemmtistað í reykjavík. Frida var orðin svolítið völt í annann fótinn og vildi endilega deila þessu með mér, ég afþakkaði því eplasnafs er ekki minn drykkur. Frida vildi nú ekki líta út eins og algjör aumingi og hrúgaði í sig snöfsunum og ekki vildi betur til en hún fékk einhverja klígju og frussaði þessu út úr sér og yfir toppinn sinn. Ég sá bara fyrir mér skemmtilegt kvöld á enda þar sem hún gat ekki verið í eplasnafsbolinum á tjúttinu en mín gerði sér lítið fyrir og fór úr honum og lyfti pilsinu upp fyrir brjóst og var í hlýralausum og MJÖG stuttum kjól allt kvöldið. En þetta virkaði vel því hún fór heim með 2 fyrrverandi kærustum þetta kvöld, hvað gerðist meira veit ég ekki!!! En hver er gliðran aftur?
laugardagur, september 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir gjöfina!!þessu var ég nú búin að gleyma, en við erum 2 fyrrverandi gliðrur komnar á 40 aldurinn, en þroskaðri fyrir vikið. Nokkrar hrukkur, aðhaldsnaríur og appelsínuhúð.. þetta gæti alveg verið verra, ekki satt!
Skrifa ummæli