
Ég er búin að vera súperdugleg í dag. Náði að þrífa 15 herbergi, sækja möppuna mína á prentstofunna, skutlast niður á Hóla með möppunna, klára af tryggingarleiðindin, ná í fötin hans Lilla á flugvöllinn, svæfa báða karlanna mína og skila inn greinargerð. Sannkallaðir súperkonutaktar í dag. Á morgun bíða mín 17 herbergi til þrifa og veisla á Hótelinu. Allavega er ljóst að ég þarf ekki að fjárfesta í líkamsræktarkorti á næstunni, hef örugglega misst 5 kíló í dag, enda lítill tími til fæðuöflunar.