föstudagur, mars 17, 2006



Ég er búin að vera súperdugleg í dag. Náði að þrífa 15 herbergi, sækja möppuna mína á prentstofunna, skutlast niður á Hóla með möppunna, klára af tryggingarleiðindin, ná í fötin hans Lilla á flugvöllinn, svæfa báða karlanna mína og skila inn greinargerð. Sannkallaðir súperkonutaktar í dag. Á morgun bíða mín 17 herbergi til þrifa og veisla á Hótelinu. Allavega er ljóst að ég þarf ekki að fjárfesta í líkamsræktarkorti á næstunni, hef örugglega misst 5 kíló í dag, enda lítill tími til fæðuöflunar.
Föstudagur til flandurs

Dagurinn á morgun á eftir að vera dýrslegur í alla staði. Í fyrsta og fremsta lagi þarf ég að bruna suður á Hóla með skilaverkefnið mitt, möppuna frægu. Svo þarf ég að fara í Tryggingamiðstöðina til að gera upp óheiðarleika mannsins sem lagði bílnum sínum ólölega og ég rakst utan í hann þegar ég bakkaði út úr löglegu bílastæði, en viti menn hann er í fullum rétti!! svo mikil skemmtilegheit þar! Á flugvöllinn held ég svo að sækja lager af fötum af Lilla sem gleymdust fyrir sunnan. Svo þarf ég að þrífa 8 herbergi á mettíma. Gönguleiðsögubæklingurinn um Keili er svo í algjörum forgangi um kvöldið, þar sem við Þórður höfum skipt milli okkar verkum því staðarlotan á Hólum var í stífari kanntinum enda vorum við hálf rugluð af þreytu þegar kom að uppsetningu bæklingsins. Allavega er nokkuð víst að mér mun ekki leiðast á morgun. Kærar kveðjur úr sveitinni!