laugardagur, desember 10, 2005

Jóla-skóla-jól

Þessi jól eru farin að snúast alltof mikið um skólann. Próflærdómur og lestur heilu bókanna, blöðrur á fingrum eftir mikla glósutíð og slabb og slen. Ég hlakka svoooo til að geta leyft mér að komast í alvöru jólaskap, þó ég sé búin að stelast til að skrifa nokkur jólakort, spila og syngja jólalög, og pakka inn fáeinum pökkum. Ég er ótrúlegur jólaálfur og ætla sko að setja skóinn út í glugga á sunnudaginn og ath, hvort gamli, góði Stekkjastaur muni ekki örugglega eftir mér í próftíðinni...
Eftir próf á mánudaginn verður sko brunað til Akureyrar og fengið sér jólastemmingu beint í æð. Svo að sjálfsögðu fer jólastuðið ekki fram hjá manni þegar maður lítur við suður á föstudaginn næsta og kíkir á kaffibarinn í smá jólaglögg, skál fyrir því!
Chugger

miðvikudagur, desember 07, 2005

Flugvöllinn burt!




Ég var að ræða við kollega minn um staðsetningu innanlandsflugvallarins, við erum á andverðri skoðun og mér er heitt í hamsi og við erum bæði jafn sannfærð okkari skoðun, en það sem meira er, það er svo erfitt að rökræða og rífast í gegnum tölvu. Ég vildi stundum að ég ætti boxpúða!
Umhverfið og ég
Próf í Umhverfisfræði á morgun og ég er byrjuð að fá prófhroll. Varúðarreglur, Staðardagskrá 21, Mengunarbótareglan, Nytjagreiðslureglan og Rovanemi yfirlýsingin eru í mínum huga þessa stundina og kemst ekki annað að ... nema kannski að flokka mjólkurfernur og sorpúrgang.

Spánn eftir 13 daga!!!!!Tanny