laugardagur, ágúst 06, 2005

Fiskinn minn namminamminamm



Við Mr. Jones fórum í veiðiferð saman í gær í Hörgánna og þó ég segji sjálf frá hef ég marga fjöruna sopið en þarna drukknaði ég næstum enda vorum við að veiða í straumi lögði fljóti og á hálir steinar við hvert fótmál þannig að ég gusaðist til og frá og bókstaflega átti sundkunnáttu minni að þakka að ég er enn meðal vor. En veiðisögurnar eru sjaldan langt undan enda missti ég 3 væna fiska en veiddi eina bleikju sem mældist um 3 pund. Ég vil taka það fram að ég er ekki mikil villimanneskja í mér og finnst sárt að drepa fiska enda læt ég Jonna alfarið um að lurka úr þeim lífið... en ég get verið hræðilega tapsár ef ég missi fiska og get verið fúl í nokkra klukkutíma. Jonni greyið reynir að kenna mér en auðvitað er það honum að kenna að ég missi fiskanna, hann er ekki nógu snöggur með háfinn eða segir mér að gera eitthvað sem veldur því að fiskurinn hefur vinninginn, lífi sínu feginn. Ég held að ég sé búin að horfa á alltof mikið af hjartnæmum Disney myndum til að geta staðið í svona fiskeríi.
Hátíð samkynhneigðra er gengin í garð og missti ég því miður af hátíðarhöldunum. Sjaldan lýgur almannarómur og það virðist sem allir séu í fögnuði yfir þessum viðburði fyrir sunnan. Enjoy people!! Sakna þess að sjá ekki skrúðgönguna enda hefur hún alltaf verið hápunktur laugavegsins í ágústmánuði. Þegar ég var hárgreiðslugúrú fyrir sunnan og vann á laugaveginum fór maður ávallt eftir vinnu og fagnaði frelsinu og fólkinu sem er samkynhneigt og nýtur sín. Til hamingju allir!
Auk þess eiga Dalvíkingar fiskidag sinn og situr fólk nú að snæðingi og talið er að fólk hafi hámað í sig 11 tonn af fiski í dag og geri aðrir betur!
Sjóarar og samkynhneigðir, this is your day!!!

föstudagur, ágúst 05, 2005

30
Jæja mínir kæru áhangendur, þá er maður loksins komin á þriðja tuginn og þarf að passa sig að halda kúlinu en samt í senn vera "grown up" ef þið skiljið! Það er mikill munur milli 29 0g 30 skal ég segja ykkkur. Hugarfarslega... ekki beint áþreyfanlega. Ég tók ekki eftir fleiri hrukkum eða meiri appelsínuhúð frekar hvernig ég passa mig að segja ekki "oh my god", "shit" og "geðveikt vírað" og slíkt sem hæfir að sjálfsögðu ekki háttvirtri þrítugri giftri konu með barn að segja!!
En annars er það helst að frétta að Ítalíuferðin var náttúrlega frábær og mjög vel lukkuð fyrir utan ýmis slys sem alltaf fylgja okkur Edditu þegar við erum að ferðast saman. Fyrsta sem gerðist var að Edda sem tók ferðina mjög alvarlega menningalega séð og ætlaði sko aldeilis að borða og drekka Ítalska menningu á 1 viku pantaði sér óvart nautagarnasúpu sem var ekki sérdeilis girnileg að við misstum eiginlega báðar matarlystina það sem eftir var ferð.
Við fórum einnig í SPA og létum dekra við okkur í "stone therpy" og andlitsbaði, nema hvað að eins og flestir vita eru ítalir ekkert mikið fyrir að tala eða skilja ensku þá enduðum við með sitthvorn nuddarann í sitthvoru horninu á húsinu og nuddarinn minn skildi ekkert í ensku og ég fékk hvorki handlæði né sturtuklefa og var gegnsósa í olíu og hárið á mér eins og ég hafi verið dreginn upp úr ræsinu einhverstaðar á Rimini. Ég ráfaði um húsið sem var á þremur hæðum í leit að Eddunni en hún var hvergi sjáanleg þannig að ég sótti fötin mín og fann opnar sturtur í einhverju herbergi og fór þar og naut sturtunar þangað til kviknaði á einhverjum heilasellum og einhver tenging myndaðist við það sem stóð á hurðinni á sturtuherberginu og eitthvað sem ég hafði séð úr "The godfather". Donnes = Karlmenn.... OMG!! Mín skrúfaði fyrir sturtuna í snatri með sápuna í hausnum og í föt og út, hitti Eddu sem var búin að hringja í mig eins og vitlaus manneskja og við út, Edda olíuborin eftir enga sturtuferð og ég með sjampó lekandi niður á bak og rauð eins og karfi. Æði!!!
Síðast en ekki síst versluðum við auðvitað föt og svoleiðis og Edda fékk þá snilldar hugmynd að kaupa balsamikedik og koma með heim fyrir ættingja og vini þar sem balsamikið á þessum slóðum er það besta sem fyrirfinnst í heiminum við keyptum slatta og vöfðum þessu inn í öll fínu fötin sem keyptum en viti menn þegar við komum heim angaði taskan mín af ballalykt og fötin og allt útötuð í besta balsamikediki í heiminum JEIIII...
Þessi ferð til Montecatini var samt frábær í alla staði og lærði maður eitt og eitt orð í ítölsku og tók slatta af myndum.
Ég vona að ég muni einhverntíma hafa þolinmæði til að setja upp myndasíðu...