Fjallgönguskór og frístundavarasalvi
Ég fór í bæjarferð í dag, aldrei þessu vant keypti ég 2 hluti sem ég hef aldrei keypt áður:
1)fjallgönguskó sem ég verð að eiga fyrir skólann minn sem hefst á mánudaginn JEIIII! Ég var álíka græn á að versla svona skó eins og ég væri ef ég þyrfti að versla smokk! Kallinn sem afgreiddi mig lét mig máta fullt af allskonar furðulegum skóm sem mér fannst allir jafn ljótir. En svo endaði ég á að kaupa mér eina sem voru svona í dömulegri kantinum en samt engir Manolos. En það á víst að vera hægt að ganga fjöll og fyrnindi í þessum bomsum og það er víst það sem máli skiptir. Kallinn byrjaði svo upp úr þurru að tala um vaselin.... ég bað hann vinsamlega um að endurtaka allt í sambandi við vaselinið þar sem ég var upptekin af nýju dömulegu fjallgönguskónum og þá á það víst að vera þjóðráð ef maður er staddur einhversstaðar upp á fjalli að bera á skóna vaselín ef maður gleymir rándýru fjallaskóolíunni heima, en hvað ætti maður eiginlega að vera að gera upp á fjalli með vaselinkrukku?
2)frístundavarasalvi!! Málið er að ég er búin að þjást af varaþurrki frá því ég man eftir mér og ætlaði nú ærlega að kaupa einhvern háþróaðan geimvarasalva sem myndi gera einhver kraftaverk. Konan í apótekinu mældi með frístundavarasalva, svo núna maka ég á mig frístundavarasalva í frístundum!!
föstudagur, september 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)