Eurovision remix
Óþolandi hvað maður fær oft leiðinleg lög á heilann. Oftar en ekki fæ ég "Bellu símamær" á heilann... þoli það ekki!!! og ég geri allt til að reyna að losna við þessa heilabilun en ekkert gerist! En það fyndasta var að í vinnunni í dag voru allir með eitthvað Eurovisionlag á heilanum. Jonni söng "We are the winners" hástöfum, meðan Kata muldraði "Congratulation Iceland" við herbergjaþrif, Anna var í fíling á ryksugunni með sænska lagið "Invisible" með miklum tilþrifum meðan ég sit uppi með tyrkneska lagið sem var eitt það leiðilegasta og mest óþolandi lag keppningar "Superstar" bókstaflega límt í hausnum á mér. Hjálp!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)