föstudagur, febrúar 28, 2003

Ancient
You come from an Ancient Civilization. Egypt,
China, Rome... a piece of all the greatest
civilizations of their time can be found in
you.


Where Did Your Soul Originate?
brought to you by Quizilla
Enn einn útúrfönkaði föstudagurinn í heimi óléttunar. Ég er búin að liggja í austurlenskri matseld og gúmmulaði í kvöld. Ég og Mr. Jones erum mikið áhugafólk um austurlenskar áthefðir og matarkúltúr þannig að nú höfum við helgað einu kvöldi í viku í þetta skemmtileg áhugamál. Mr. Jones var yfirkokkur kvöldsins og eldaði þennan líka ótrúlega góðá chilli-núðlurétt með kjúkling og grænmeti og nautakjöt með ostrusósu og papriku að ógleymdum hrísgrjónum sem heppnuðust með eindæmum vel. Hefði verið til í smá Saki... en það verður bara seinna :) .... er farin að halda að bumbubúinn minn sé skáeygður því ég hef sjaldan verið jafn æst í austurlenskann mat!? Ég veit ekki hvort það er bara ég eða hvað, núna langar mér svo að kaupa mér þröngar flottar gallabuxur og háhælaða támjóa skó og þröngann magabol, fráhvarfseinkenni vegna óléttu eða bara af því ég kemst ekki í gallabuxur og támjóa skó??? Mér finnst ég eina ólétta manneskjan sem huxar svona... allar hinar voða sáttar í víðu bolunum og joggingbuxum!? held þetta séu einhverjir stælar í mér og að ég ætti að fara að þroskast!!! Enginn ætti að taka alvarlegt mark á mér því þetta eru bara hormónin sem tala og á þessu tímabili er eins og hormónaflóðalda heimsins flæði yfir vötn og læki hjá mér.. þannig ekki taka mark á mér á næstu vikum!!! Takk fyrir skilning og samúð... Njótið helgarinnar í ykkar heimi en ekki annarra.
Stjörnuspá helgarinnar:

Vatnsberi : Hlustaðu á aðra, en ekki innri raddir!!

Fiskar : Ekki tala....mikið...um helgina!

Hrútur: Farðu í ferðalag .... með ljóni eða tvíbura!

Naut: Þú munt vinna í laugadagslottóinu!!

Tvíburar: Ekki láta plata þig í ferðalag!!

Krabbi : Farðu í fjöruferð og hittu vini þína!!

Ljón : Sofðu í frumskóginum alla helgina!

Mey : Farðu í bað og vertu hrein yfir helgi!!

Vog : Þú munt bæta á þig 2 kílóum um helgina, farðu í táknræna megrun á mánudaginn (Bolludaginn)!!

Sporðdreki : Happatölur þínar eru 0,1 og 2 !

Bogmaður : Passaðu þig á eld, lofti, jörð og vatni um helgina!

Steingeit : Þú ferð beina leið í steininn og færð engar 500 kr. fyrir sígarettum!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Ef ég fæ mér 1 súkkulaði... fer ég í sund í kvöld og syndi 800m. Er það ekki fair?!
Var að ljúka við að klippa á mér hárið.... það tókst vel, allavega að framan, þori ekki að kíkja aftan á!!! En hei, það þurfti að snyrta það, þannig að þetta reddast þangað til ég fer suður, þá brjálast mútta og klippir mig og litar, það er svo gott að eiga hárgreiðslumúttu :) Hún er Best! Í dag er gott að borða og borða og borða... veit ekki hver þetta endar, málið er að mig langar svo í nammi, en er að reyna að hætta þeim ósóma, af því ég var svo duleg að hætta að smöga... en það er erfiðara en ég hélt... ekkert mál að hætta að reykja en borða nammi það er liggur við eins og að hætta að stunda kynlíf!! ég er algjör súkkulaðifíkill og núna þegar mig langar í súkkulaði og það er ekki til, borða ég meira af einhverju öðru t.d. 3 appelsínur á 5 mín. eða eitthvað álíka, en fæ ekkert sykurkikk..... aarrrgggg!! ég verð að fá súkkulaði!!!

mánudagur, febrúar 24, 2003





Which VW Are You?

by Auto Glass America
hajjj öll! Horfði á Orange British Film Awards í gærkvöldi á RÚV þvílíkt snobb og mismælingar, fyndnast fannst mér þegar Meryl Streep "the snobbiest" sagði -"I would like to spank Tike Jones" hehehehe hún átti við -thank Spike Jones, ég var næstum kafnaði úr hlátri! Og þegar Kata Zeta sagðist vera svo full af hormónum að það gæti þurft að bera hana af sviðinu híhíhí, annars fannst mér strekkingin á Douglasinum hafa heppnast vel, sérst nú varla! ;) Alltaf gaman að fylgjast með fræga snobbaða fólkinu í Englandi :)