miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Var að ljúka við að klippa á mér hárið.... það tókst vel, allavega að framan, þori ekki að kíkja aftan á!!! En hei, það þurfti að snyrta það, þannig að þetta reddast þangað til ég fer suður, þá brjálast mútta og klippir mig og litar, það er svo gott að eiga hárgreiðslumúttu :) Hún er Best! Í dag er gott að borða og borða og borða... veit ekki hver þetta endar, málið er að mig langar svo í nammi, en er að reyna að hætta þeim ósóma, af því ég var svo duleg að hætta að smöga... en það er erfiðara en ég hélt... ekkert mál að hætta að reykja en borða nammi það er liggur við eins og að hætta að stunda kynlíf!! ég er algjör súkkulaðifíkill og núna þegar mig langar í súkkulaði og það er ekki til, borða ég meira af einhverju öðru t.d. 3 appelsínur á 5 mín. eða eitthvað álíka, en fæ ekkert sykurkikk..... aarrrgggg!! ég verð að fá súkkulaði!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli