föstudagur, maí 16, 2003
Dagurinn í dag er búinn að vera uppfullur af gleði og hamingju, fór í vinnu og skemmti mér konunglega við vöfflubakstur, símsvaranir, sólböð og kisu-klöppum. Það eru nebblilega 4 kisur sem sækja reglulega á hótelið.. það er skógarkötturinn ógurlegi, sem á ekkert líf og er leiðilegasta köttur sem ég veit um, hann er ótrúlega heimskur og sívælandi... hei hann er köttur, honum á að líða vel!!!, svo er ein læða sem heitir Lilla hún er hetjan sem lifði af misþyrmingar og fannst við hótelið nær dauða en lífi, köttur með mikla sál. Svo er það Grási, fjósaköttur sem heldur að hann sé hundur, drekkur vatn og nýtur lífsins, gáfaðasti köttur sem sögur fara af, hef aldrei heyrt hann mjálma eða væla, en hljóðin sem koma frá honum eru mjög skrítin svona svipað eins og dimmraddað mal!!! Síðast en ekki síst önnur læða sem er kettlingafull og er systir Tinna (kötturinn sem ég átti) hún er algjör töffari og lætur lítið fyrir sér fara en er með mjög undarlegt augnarráð, eins og hún lesi hugsanir!!!
Þetta eru semsagt kisurnar í lífi mínu, set mynd af þeim inn seinna :)
fimmtudagur, maí 15, 2003
You are Valentine's Day! You like to be in love.
You see possibility in everything.
What Holiday Am I?
brought to you by Quizilla
Ljónið - 5/15/2003
Þú átt í einhverjum vandræðum með líðan þína sem þú bælir jafnvel og viðurkennir ekki hérna þegar stjarna þín birtist. Þú munt upplifa ómælda ánægju og gleði sem smitar vissulega út frá sér en ef þú finnur fyrir veikleika innra með þér ættir þú að virkja jafnvægi þitt með hreyfingu jafnvel. Hér kemur fram að ljónið virðist fullt af umhyggjusemi en sniðgengur í rauninni manneskjuna sem styrkir það. Settu þér tímamörk og taktu á málum líðandi stundar af kostgæfni.
Af hverju vakna ég alltaf kl.6.00 á morgnanna? Ég hef löngum verið kölluð svefnpurkan mikla, núna heiti ég súperguggan sem hellir upp á kaffi kl.6.10 á morgnanna og fer út og kaupi moggann og ligg yfir honum í lágmark klst. Tímar breytast og mennir og konur með. Ætla gjörsamlega að chilla heima í dag - ekkert áreiti meðtekið! Núna eru 24 dagar eftir af bumbudögum og er "Malli" orðinn ansi ágengur og fyrirferðamikill... en alltaf yndislegur! Það verður ábyggilega mjög tómlegt þarna í bumbunni eftir fæðinguna. En annars hefur þessi tími verið dásamlegur og ég gæti sko alveg huxað mér að ganga í gegnum svona meðgöngu aftur :) Sys er enn í Dk og gengur vel, hún á eftir eitt próf n.k. mánud.,þriðjud. og miðvikud. og svo kemur þessi elska heim 22.maí!
Jæja er að spá í að skríða upp í rúm aftur, er farin að geispa, ekki eins morgunhress og ég hélt, enda bíður mín, Sexy - Mr. Jones, með sín bringuhár og úfið hár ... læt það nú ekki fram hjá mér fara! bieie...
þriðjudagur, maí 13, 2003
Ég var að velta fyrir mér launahækkun þingmanna, talandi um að hata pólitík en...., Hin svokallaða kjaranefnd úrskurðaði 3% launahækkun embættismanna 1. júlí 2002, 7% þann 1. janúar 2003 og þar var m.a. tekið tillit til þess að laun á almennum vinnumarkaði og laun opinberra starfsmanna hækka um 3% NÆSTU ÁRAM'OT!! Afhverju eru hækkanir embættismanna 10% á 1/2 ári en 3% hjá hinum almenna Jóni á 2 árum? Af hverju fá ráðherrar ca. 20% launahækkun á þessum árshelmingi á meðan litla Gunna og litli Jón eru kannski að vinna á leikskólum með grunnlaun undir 100.000 og kannski að borga af námslánum, húsnæði og annan kosnað m/börn!!!!!??
Einnig í sambandi við kosningarnar, ég vona að þeir sem meta kosningaatkvæði sitt sem "frelsi" og kusu gegn sjálfstæðisflokknum, finni enn það frelsi sem þeim hafði hlotnast þegar þeir fengu kosningarétt. Þjóðin vill ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd, en hver ræður???? ekki þjóðin, ekki litla Gunna og litli Jón!!! heldur enginn annar en Stóri mikli Flokkur Íhaldsins...
Af hverju voru þessar launahækkanir ekki tilkynntar fyrr!!!! Þetta hefði verið mun fréttnæmara heldur en smeðjuglottin á Halldóri Ásgrímssyni og "Kóngnum"!!!