Ég var að velta fyrir mér launahækkun þingmanna, talandi um að hata pólitík en...., Hin svokallaða kjaranefnd úrskurðaði 3% launahækkun embættismanna 1. júlí 2002, 7% þann 1. janúar 2003 og þar var m.a. tekið tillit til þess að laun á almennum vinnumarkaði og laun opinberra starfsmanna hækka um 3% NÆSTU ÁRAM'OT!! Afhverju eru hækkanir embættismanna 10% á 1/2 ári en 3% hjá hinum almenna Jóni á 2 árum? Af hverju fá ráðherrar ca. 20% launahækkun á þessum árshelmingi á meðan litla Gunna og litli Jón eru kannski að vinna á leikskólum með grunnlaun undir 100.000 og kannski að borga af námslánum, húsnæði og annan kosnað m/börn!!!!!??
Einnig í sambandi við kosningarnar, ég vona að þeir sem meta kosningaatkvæði sitt sem "frelsi" og kusu gegn sjálfstæðisflokknum, finni enn það frelsi sem þeim hafði hlotnast þegar þeir fengu kosningarétt. Þjóðin vill ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd, en hver ræður???? ekki þjóðin, ekki litla Gunna og litli Jón!!! heldur enginn annar en Stóri mikli Flokkur Íhaldsins...
Af hverju voru þessar launahækkanir ekki tilkynntar fyrr!!!! Þetta hefði verið mun fréttnæmara heldur en smeðjuglottin á Halldóri Ásgrímssyni og "Kóngnum"!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli