Dagurinn í dag er búinn að vera uppfullur af gleði og hamingju, fór í vinnu og skemmti mér konunglega við vöfflubakstur, símsvaranir, sólböð og kisu-klöppum. Það eru nebblilega 4 kisur sem sækja reglulega á hótelið.. það er skógarkötturinn ógurlegi, sem á ekkert líf og er leiðilegasta köttur sem ég veit um, hann er ótrúlega heimskur og sívælandi... hei hann er köttur, honum á að líða vel!!!, svo er ein læða sem heitir Lilla hún er hetjan sem lifði af misþyrmingar og fannst við hótelið nær dauða en lífi, köttur með mikla sál. Svo er það Grási, fjósaköttur sem heldur að hann sé hundur, drekkur vatn og nýtur lífsins, gáfaðasti köttur sem sögur fara af, hef aldrei heyrt hann mjálma eða væla, en hljóðin sem koma frá honum eru mjög skrítin svona svipað eins og dimmraddað mal!!! Síðast en ekki síst önnur læða sem er kettlingafull og er systir Tinna (kötturinn sem ég átti) hún er algjör töffari og lætur lítið fyrir sér fara en er með mjög undarlegt augnarráð, eins og hún lesi hugsanir!!!
Þetta eru semsagt kisurnar í lífi mínu, set mynd af þeim inn seinna :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli