Af hverju vakna ég alltaf kl.6.00 á morgnanna? Ég hef löngum verið kölluð svefnpurkan mikla, núna heiti ég súperguggan sem hellir upp á kaffi kl.6.10 á morgnanna og fer út og kaupi moggann og ligg yfir honum í lágmark klst. Tímar breytast og mennir og konur með. Ætla gjörsamlega að chilla heima í dag - ekkert áreiti meðtekið! Núna eru 24 dagar eftir af bumbudögum og er "Malli" orðinn ansi ágengur og fyrirferðamikill... en alltaf yndislegur! Það verður ábyggilega mjög tómlegt þarna í bumbunni eftir fæðinguna. En annars hefur þessi tími verið dásamlegur og ég gæti sko alveg huxað mér að ganga í gegnum svona meðgöngu aftur :) Sys er enn í Dk og gengur vel, hún á eftir eitt próf n.k. mánud.,þriðjud. og miðvikud. og svo kemur þessi elska heim 22.maí!
Jæja er að spá í að skríða upp í rúm aftur, er farin að geispa, ekki eins morgunhress og ég hélt, enda bíður mín, Sexy - Mr. Jones, með sín bringuhár og úfið hár ... læt það nú ekki fram hjá mér fara! bieie...
fimmtudagur, maí 15, 2003
Er að komast á jörðina aftur.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli