Jæja, helgin á enda, mútta farinn og 37.vikur búnar af meðgöngu. 3 vikur eftir !!! Er að spá í að kíkja til RVK á föstudaginn og kíkja á sýninguna hjá Sys og óska henni til hamingju með alla frábæru áfanganna sem hún hefur afrekað, þessi snillingur! :) Vona bara að ljósan leyfi mér að fljúga, annars verð ég bara heima og drekk Tonic og fæ mér labb upp kirkjutröppurnar thíhhíhí og enda upp á fæðingadeild í Eurovisionfárinu. Er Eurovision farið að snúast meira um kynþokka en áður eða er ég bara orðin eitthvað klikk...? mér finnst öll lönd vera að trana fram einhverjum sólgleraugna chocko-um með mjaðmahnikki og fáklæddum meyjum í heitapottum. Ég er reyndar ekki búin að sjá öll lögin. Markaðssetning og kynþokki eiga reyndar góða samleið s.br. Flugleiði og dirty weekend in Iceland ;) Eurovision hefur alltaf verið smá svona .... söngvamarkaðssetningarkeppni, sem mér finnst reyndar cool! Áfram Ísland!
sunnudagur, maí 18, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli