Jæja núna er ég endanlega að morkna hérna heima... þori ekki út, gæti misst vatnið niðrá Torgi og þurft að leggjast niður og hringja í sjúkrabíl, ekki alveg til í að liggja í legvatnspolli fyrir framan alla túristanna á torginu, talandi í gsm-símann og bíðandi eftir sjúkró!!! Sunna kom í heimsókn í gær og talaði ekki um annað en fæðingu lamba og folalda og hversu há dánartíðni væri meðal nýfæddra lamba, ekki gaman að hluzta á það þegar maður er að höndla samdráttarverki og er frekar ílla við kindur. Það er sind að vera kind! En leið og mallalingurinn er skorðaður fer ég út og beint í kirkjutröppu-maraþon!! Það er neblilega lygilega stutt niðrá spítala frá kirkjutröppunum þannig að ég gæti kannski bara skokkað beint niðrá spítala ef "brautryðjandinn" myndi kíkja út. Annars er hreiðurhvötin alveg að fara með mig eða þannig... það er ekkert nógu skítugt hér þannig að það þurfi að þrífa, ofninn og ísskápurinn eru alveg sjæní, kannski ég banki hjá Steina niðri og spyrji hann hvort honum vanti húshjálp!! Tns-tækið er alveg að bjarga mér hérna, þetta er raftæki, svipað og slendertone og trimform, kippir í einhverja vöðva þannig að samdrættirnir verða að engu... ég verð kannski bara orðin megakroppur e. fæðingu hehehe...
fimmtudagur, maí 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli