sunnudagur, maí 04, 2003
Guggan komin aftur eftir helgarfrí með new look... múttan var í heimsókn og klippti og litaði, þannig að ég er orðin human aftur. Annars er helgin búin að vera ljúf að vanda. Mikið etið og hlegið og neglur nagaðar og bumban strokin. Múttan er strax byrjuð að dekra "Mallann" þó hann sé enn í móðurkviði, bíð bara eftir að hún fari að næra hann á nammi, kannski hún stingi sleikjó í gegnum naflann minn og segi honum að segja "amma" hehehehe!! neibbs ekki mútta hún er yndisleg og búin að hjálpa mér helling í barnafatakaupum og flutningum á hinu og þessu úr bænum og eldamennsku og hárstússi og .... endalaust mætti telja!! Besta mamman í heiminum :) Við erum semsagt búin að vera í dekri ég og Mr. Jones alla helgina og hafa það bezt! Allt er tilbúið fyrir bumbubúann, bara bíða og bíða og bíða og bíða...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli