Úldnir landsbyggðardraumar
Fyrir höfuðborgarbúa er álíka geldandi að flytja á landsbyggðina og að láta míga yfir sig í rigningu. Á landsbyggðinni verða draumar manna að hnetuskurn og ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það flytur úr höfuðborginni Reykjavík-City.
Þeir sem ættu að flytja á landsbyggðina:
* Fólk semur hefur gaman af því að velta sér upp úr hvað aðrir eru að gera. Sem sagt fólk sem á sér ekkert líf!
* Fólk sem vill láta grafa sig lifandi.
* Fólk sem finnst Bryjuís góður.
* Fólk sem vill fá að vita hvenær hver prumpar og hvar og helst af hverju.
* Fólk sem sér í gegnum rör og vill bara sjá í gegnum rör.
* Fólk sem finnst gáfulegra að eyða 10.000 kalli í bensín, "á rúntinum" en að fara á ærlegt fyllerý og sletta almennilega úr klaufunum.
* Fólk sem fýlar skítalykt og skít yfir höfuð.
* Fólk sem hefur gaman að baða sig upp úr sama vatninu í langan tíma.
Þeir sem ættu alls ekki að flytja á landsbyggðina:
* Athafnafólk með framtíðarsýn.
* Fólk sem vill ekki að aðrir fylgist með því hvenær, hvar eða af hverju það prumpar.
* Fólk sem hefur gaman að öðru fólki og kann að samgleðjast öðrum.
* Fólk sem vill getað notið menningu og kynnst öðru fólki.
* Fólk sem vill skemmta sér og fá sem mest út úr lífinu.
* Fólk sem hugsar um sig og sína fjölskyldu og hefur ekki tíma til að velta sér upp úr hvað Gunna og Jói í næsta húsi hafa það gott/slæmt!
* Fólk með frjókornaofnæmi.
* Fólk sem vill góðann skyndibita (KFC, American Style, Eldsmiðjupizzu, Mekongrétti)
Ég veit að Reykjavík hefur sína galla en trúið mér það er ekkert ömurlegra en að láta míga yfir sig í rigningu!!
þriðjudagur, september 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ma mama ma... skilur ekki svona! Bara valtað yfir sveitavarginn. Svona er þetta miðbæjarhiski eða 101... hvað það nú heitir?
Hvað er b.t.w "bryjuís"?
Ég held að þessir blessaðir Reykvíkingar ættu að fara að læra stafsetningu!?
kv. frida, skyld Akureyringi í 3 ættlegg og á fósturbróðir sem býr á hinum fagra eyri akursins.
Jebbb frida...
Reyndar er ég aðallega að drulla yfir dreifbýlið en ekki Akureyri sem slíka. Ég þekki alveg frábæra Akureyringa sem eru margir hverjir miklu frábærari en margir Reykvíkingar. BryNjuís varð að koma með, af því ég fatta ekki hvað er svona great við hann, sorry !
Sumir ættu að huga að sinni stafsetningu, hehehe... hinni fögru eyri akursins ætti þetta víst að vera?!
kv. Gugga dreifbýlistútta.
hehehe.. engu að síður góð færsla, en Brynjuís er samt ekki sem verstur, þú bara verður að fara að taka hann í sátt.
Persónulega finnst mér ekki skrýtið að fólk misskilji þig öðru hvoru... einn daginn elskar þú dreifbýlið og hinn daginn er verið að piisa yfir þig í rigningu?! ég ekki skilja! Það er örugglega fleira leiðilegt fólk hérna suðurhorni landsins heldur en á öllu Norðurlandi.
Haltu þér ánægðri og farðu að koma suður!
Kv. frida
Æ stundum bara verð ég að fá útrás fyrir þessarri aðlögun minni á landsbyggðinni. Eftir 5 ár hér finnst mér ég enn t.d. ekki eiga heima hérna. Ég tala til dæmis alltaf um að "fara heim" þegar ég fer suður og þegar ég er að fara heim þá tala ég um að "fara norður".
kv. Gugga, misskilna og öfugsnúna!
Skrifa ummæli