Ef þú velur vistvænt...þá hversu vistvænt?
Orðið vistvænt þetta og vistvænt hitt hefur mjög tvírænan skilning í mínum huga. Vistvænt grænmeti t.d. er gott ef það er án skordýraeiturs og vistvænar kjötafurðir þar sem ekki eru notuð lyf eða sterar í fæði skepnanna eru ok að mínu mati en vistvænar barnableyjur og hreingerningarvörur eru ekki að virka að mínu mati, bleyjurnar leka og þarf að nota þrefalt meira magn af þeim heldur en þessum venjulegu og ekki hef ég trú á að þær séu mjög umhverfisvænar eftir allt. Vistvænar hreingerningavörur eru ómannvænar með því tilliti að þær virka ekki nema að maður beiti miklum kröftum og brotnu baki við hreinsunarstörf. Vistvænir bændur eru ekki svo vistvænir eftir allt... því nýjasta kjaftasagan í sveitinni er að ákveðin umhverfisvænn bóndi hér í sveit selur vistvæn matvæli en drullar svo í lækinn hjá sér! ujjjj...
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli