þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Stjörnustríð

Konan með vasaljósin kemur í næstu viku og gegnumlýsir allt ryk og allan skít og metur síðan öll herbergi og ákveður hversu margar stjörnur hótelið fær á mælikvarðanum 1 - 5. Ég tippa á 3 stjörnur eftir að ég er búinn að þrífa allt sem hefur legið á hakanum síðan í sumar. Næstu dagar fara í það og er ég fegin að komast í smá púl og frí frá lesefninu þó að ég megi engann vegin við því að leggja bækurnar frá mér... en svona er að vera hótelstarfsmaður í skóla. Mér hlakkar ekkert smá til sumarsins. Að taka á móti ferðamönnum og vinna. Ég elska að vinna! Á morgun fer ég og hitti sukkklúbbinn aftur frá því um síðustu helgi á Karólínu... vona að vínsmökkunin nái ekki yfir jafnmargar sortir og um síðustu helgi. Lengi lifi Torres!!!

2 ummæli:

Lorietta sagði...

ég typpa á að hótelið fái 5 snjörnur ;)önnur sukkferð, ég þarf að fara að koma og skella ykkur skutuhjúum á snúruna til þerringar. luv

Gugga sagði...

ætli það... það er ekkert hótel á Íslandi með 5 stjörnur og bara 2 í Danmörku. Kröfuharðir kúnnar!!!