mánudagur, apríl 24, 2006

2 dagar í próf

Taugaveiklunin leynir sér ekki:
Mín er komin í ritzkexið (besta snakk námsmannsins)
Krumpuð blöð í fjöllum á gólfinu
tvær bólur á nefinu
3 neglur nagaðar
15 bls. af glósum tilbúnar
1/3 af möppu lesin (2/3 eftir)
1 færsla af tilgangslausu bloggi

3 ummæli:

Heida sagði...

Hahahaha. Ég finn bæði til með þér og öfunda þig að vera búin í prófum fyrr en ég. Snakkið mitt er í vökvaformi: Kaffiii. Svo drekk ég svo mikið kaffi að mér verður óglatt í tvo daga.

Gangi þér vel, ég veit þú tekur þetta með trukki!

Gugga sagði...

kaffið er algjör óvinur minn í prófum. Ég verð svo ör að ég sef ekki og verð gríðarlega stressuð.
Kannski er koffeinlaust kaffi betra?
Takk fyrir fallegar hugsanir og gangi þér líka vel í síðbúnum prófum!

kveðja, Gugga með tonn af prófkvíða

Nafnlaus sagði...

Á mínum gömlu námsárum át maður þrúgusykur og drakk mikið vatn (það er víst alveg bráðnauðsynlegt fyrir heilann!). Mæli með þrúgusykurstöflu eftir hverjar 50 bls og 2 l. vatnsflösku. Ekki neglur og ritskex!!!!!!

Gangi þér vel stúlkukind og gott að þú sért farin að blogga.

frida