föstudagur, janúar 27, 2006

Svart og sykurlaust

Er ekki alveg að höndla myrkrið, dauðsé eftir því að hafa farið frá Spáni. Ef einhver veit um lampa á góðum prís fyrir mig svo ég geti lýst upp sveitina mína látið mig vita hið fyrsta svo ég flytji ekki til Spánar fyrir næsta janúar.
Jonni minn farinn til Spánar í viku, svo eina ljósið í sveitinni er hann Lilli minn sem er náttúrlega algjört ljós. Við ætlum að hafa dekurkvöld í kvöld og kveikja á kertum, borða popp og horfa á Idolið... gott plan fyrir svartsjáandi sveitakellingu og lítið ljós.

Engin ummæli: