Hólar
Þetta er búin að vera talsverð staðarlota enda mikið að gera og kemur maður yfirleitt skríðandi upp í herbergi á kvöldin enda er dagslotan frá 9 - 18 og er maður meira og minna útivið í roki og talsverðum kulda en þó, maður er nú hraustur og á besta aldri og svona, en bara svo óvön að vera svona lengi undir berhimni. Síðustu 2 daga hefur fram umhverfistúlkun og leiðsögn, virkilega gaman. Ég var náttúrlega myndavélalaus en vonandi mun mér hlotnast nokkrar myndir síðar og setja hér inn við fyrsta tækifæri. Á morgun er svo próf í rötun og það er ekki mín sterkasta hlið en sem betur fer verður björgunarsveit á svæðinu svo maður getur jafnvel bara blikkað gæjanna og fengið toppeinkunn, við sjáum hvað setur. En allavega stíf dagskrá á morgun frá 9 - 17 og munu þá aðalgæjarnir mínir sækja mig og þá höldum við litla fjölskyldan suður í dekur og fínheit og innflutningspartý hjá Eddunni minni. Ég segi þessu lokið frá Hólum í dag, yfir og út.
miðvikudagur, mars 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli