þriðjudagur, apríl 22, 2003
Ja hérna hér, sælt veri bloggið mitt, loxins, ég hef ekki bloggað í 10 daga og var búinað gleyma passwordinu og öllu, tók langan tíma fyrir ólétta konu með léttan alzheimer að komast aftur inn... hjúkkit!!! Mikið búið að gerast því tölvan mín er búin að vera lokuð alla páskana, þökk sé helv... Íslandsíma + Tal = Og Vodaphone, held ég verzli við Símann í framtíðinni þó óþokkafyrirtæki sé! Sys er búin að koma að heimsækja mig í sveitina en er farin aftur sniff sniff... Sys hefur eina bestu og jákvæðustu orku í heimi og er líka svaka dugleg, love her! Við brölluðum ýmislegt saman, átum súkkulaðikökur, drukkum rauðvín og horfðum á alla nýjustu seríuna af Friends! That´s life!!! Annars er ég að fara í 2. foreldrafræðslufundinn á morgun ... úff vona að fólkið hafi gleymt mér ;) síðan síðast. Svo átti moi að fara í blóðprufu í morgun en Guggan og Mr. Jones sváfu yfir sig, kannski sem betur fer! Meira blóð fyrir morgundaginn. Annars erum við Mr. Jones búin að njóta páskanna til hins ýtrasta, fá gesti, fara út að borða, horfa á video, borða páskaegg og sofa takmarkað reyndar... Malli er orðinn mjög fyrirferðarmikill og finnst gaman að skoða sig um inn í bumbunni. Vona að allir hafi notið friðar og fagnaðar á páskunum, blez í bili !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli