Jæja dagurinn í dag er búinn að vera mjög furðulegur svo ekki sé meira sagt... Vaknaði um 11 leitið við að Mr. Jones sat á rúminu og horfði á mig, leið ekki vel því ég svaf MJÖG vel í nótt s.s krumpuð með slef niður á kodda. Morgunmatur hjá mér var Cocoapuffs (hálfgerður barnamatur óléttukonunar), eftir Cocoapuffs-æðið mikla fórum við á fyrsta foreldranámskeiðið og viti menn, það munaði p...hári að Guggan hefði steinrotast... því yfirlið var á næsta leiti, OMG, this was EMBARRISING. Var svaka kúl þegar ég mætti á svæðið með kúluna út í loftið og voða stolt. Þegar líða tekur á tímann og ljósmóðirin byrjar að tala um fæðingarferlið, útvíkkun og svoleiðis, hvítna ég og byrja að finna fyrir kulda í hausnum, reyni að halda kúlinu fá mér vatn og og glotti til Mr. Jones en allt kemur fyrir ekki, náði að fara fram og þykjast fara á klósettið en sá stjörnur og hvítt ljós og allt!! Labba fram í andyri eins og löðursveitt vofa þegar konan í móttökunni stoppar mig af og býður mér að setjast bak við í Lazý-boy stól með vatnsglas í annarri og peysuna mína í hinni. Hún náði í Mr. Jones og þá jafnaði ég mig strax. Greyið ljósan var í sjokki, kom fram og spurði mig hvort ég væri ekki búin að borða og sofa nóg og hvort ég væri viðkvæm fyrir útvíkkunum og deyfingum... en það er neflilega fyndnast við þetta, ég er ekkert viðkvæm fyrir neinum svona lýsingum, fannst þetta einmitt þvert á móti mjög áhugaverð lýsing hjá henni um útvíkkun, hvernig barnið þrýsti sér út eins og það væri að klæða sig í þrönga rúllukragapeysu, Hvað er svona hrikalegt við það? Eitthvað með óléttu sálina mína að gera líklega! En vonandi gengur betur næst, segi ég nú bara. Eftir þetta ævintýri sendi Mr. Jones mig í rúmið og ég lagði mig, skil samt ekki af hverju því mér leið rosa vel og fór svo að vinna í svaka fílíng og kom heim og fékk mér kjúklingabát og cola! Annars er mér mikið huxað til litlu sys þegar þessi dagur er á enda, því við tvær erum líklega seinheppnustu og mestu hrakfallabálkar sem fyrirfinnast á Jörðinni okkar. Nema ég er náttúrlega svaka heppin að eiga hana sem einu og beztu sys í heimi enda lendum við oft í fyndnum aðstæðum og hlægjum ógurlega að hvorri annarri :) :)
föstudagur, apríl 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli