fimmtudagur, apríl 10, 2003
Lóan er komin.... og þá kemur sólin og sumarið!! Ég er búin að reyna að máta öll sumarfötin mín svona 5 sinnum en ... það verður víst lítið um magaboli og mínípils í sumar hjá Gugggunni, enda held ég að sumartískan eigi að vera mjög víð í sumar ....NOT! Annars held ég að málið sé að vera bara nógu djarfur í magabolunum, og leyfa bumbunni bara að njóta sín!. 8 vikur eftir af leigusamningi bumbubúans... en hann fær að sjálfsögðu undanþágu ef hann er ekki tilbúinn, annars vona ég að ég þurfi ekki að fara að leita að holóttum vegum, hlaupa upp og niður kirkjutröppurnar, innbyrgða laxerolíu og drekka Tónik í lítravís!!! Ég trúi því að bumbubúinn verði skynsamur og stundvís eins og mamma sín :) Dagurinn í dag er búinn að vera lengi að líða, aldrei þessu vant, enda er ég búin að afreka miklu, taka hótelbókhaldið í gegn, endurnýja happdrættismiðann, skella strípum í tengdó, þrífa allt hátt og lágt, kaupa mér armband, fylgjast með fréttum og sækja barnarúmið hans "Malla". Ég tek það fram að ég vaknaði kl.10! Eitt besta móment dagsins var þegar gamall Doors diskur Mr. Jones komst í leitirnar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna vííííí... g n.. s r.. í a n!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli