laugardagur, apríl 26, 2003
Jæja vandræðilegasta móment vikunar á enda, vona ég! Bara það að horfa á Ungfrú Ísland punktur is , lét mig huxa um afhverju vorum við á annað borð að flytja úr torfkofunum, þetta minnti helst á ræðukeppni 3. bekkinga í Grunnskóla Hálendisins o-r something! Um hvað snerist allt þetta stress og vandræðagangur???.. kynnarnir Solla og Dáni stóðu sig með eindæmum illa, eins og hvað hann Dáni stendur sig vel í öllu öðru daðri og dýpstu laug einnota stefnumótanna, ætti hann alls ekki að láta sjá sig á svona mannamótum. Stúlkurnar voru að sjálfsögðu glæsilegar að vanda, misbarnalegar náttúrlega og misgáfaðar líklega líka, og tískusýningarnar voru mishallærislegar. Sisley- og Park- tískusýningarnar áttu vinninginn í frábærum og flottum sýningum, húrra fyrir þeim! Úrslitin komu svosem ekki á óvart þó ég sé að sjálfsögðu ekki sammála dómnefndinni er þetta hin glæsilegasta stúlka .... Takk fyrir!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli