Almenn pirringslosun í vikulok
Brátt líður að staðarlotu á Hólum og er námsefnið akkúrat ekki búin að eiga minn hug þessa daganna, breytingarnar á Hótelinu, þrif og undirbúningur hafa tekið alla orku enda er svakalega gaman að sjá breytingarnar. Kennarinn er búinn að vera að dæla í okkur efni í umhverfistúlkun, rötun, leiðsögn og göngustígagerð og ég er alls ekki komin inn á þessa línu. Kvíði fyrir prófinu í rötun af því ég er sérstaklega áttavillt og léleg í að rata. Eina sem við fáum í prófinu er áttaviti og kort. Þá eigum við að finna út og reikna út leiðina frá punkti A til punktar B ... ég á örugglega eftir að enda einhversstaðar í óbyggðum, ekki nóg með það við verðum að bjarga okkur sjálf, engir hópar eða slíkt. Svo eigum við að vera leiðsögumenn og leiða nemendur í gegnum ferli umhverfistúlkunar, ætli skýjahlaup geti flokkast undir umhverfistúlkun?
Myndavélin mín er biluð!!! 50.000 króna stafræn myndavél entist í 2 ár upp á dag. Það er spurning hvort ekki sé komin markaður fyrir einnota stafrænar myndavélar??? Allavega er ég orðin rosa pirruð á myndavélaleysinu en kallinn í Pedrómyndum ætlar að gera sitt besta! Vona að ég geti farið að taka myndir. Engar myndir til af Keili, síðustu jólum, Spánarferðinni og kannski ekki af Hólum og rötunartilraun minni, össhhhhhh!
Eitt sem pirrar mig meira en venjulega eru umferðarlög okkar íslendinga.. ég vil minna ykkur á eitt og hversu fáránlega sem þetta hljómar þá eru þetta lög vorrar þjóðar:
- Þér eruð óvéfenglega í rétti þegar þér leggið bifreið yðar ólöglega. -
Þegar ykkur vantar sárlega stæði næst þegar þið eruð á síðustu stundu að ná í ÁTVR eða eitthvað álíka fáránlegt fyrirbæri þessarrar þjóðir, leggið bílnum bara einhversstaðar á planinu af því ef það verður keyrt utan í bílinn þinn kyrrstæðann ertu í 100% rétti. Til hvers er verið að eyða peningum okkar í að merkja bílastæði ef það skiptir ekki máli hvar maður leggur bílum????
föstudagur, mars 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eðlilegur pirringur að mínu áliti.
kv. Gunnar
Er Rósa nokkuð í heimsókn?
kv.frida.
Skrifa ummæli