föstudagur, maí 30, 2003

Krakkar eru yndislengir....

Kennari: "Vilt þú nota vettlinga?"

5 ára stráku: "Nei, ég ætla út á höndunum!"

-----------------------------------

5 ára stelpa hoppaði og hristi fætur reiðilega, er hún fór í útigallann.

Kennari. "Hvað er að?"

Stelpa. "Ermin í löppinni er svo krumpuð!"

-----------------------------------

5ára strákur mætti einn morguninn og hóstaði mikið: "Hverslags rolluhósti er þetta eiginlega í mér!?"

----------------------------------

"Kötturinn minn var dáinn og Guð fæddi svo annan kött, sem var Jesú besti vinur barnanna." (4 ára strákur)

----------------------------------

5 ára stelpa: "þú ert prins og hún ætlar að giftast þér því hún er prinsessa"

5 ára strakur: "Ég ætla samt ekki að giftast henni því ég ætla að vera hommi þegar ég verð stór!"

---------------------------------

Það er búið að borga fyrir börnin í leikskólann svo mega þau ekki gera það sem þau vilja. (4 ára strákur)

Engin ummæli: