fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Jæja ... ég var rekin að blogga og þori ekki öðru enda hótanirnar af verri toganum. Skólinn er byrjaður og þá meina ég BYRJAÐUR... fögin að þessu sinni eru mennfer og rekstur, stytting á nöfnunum Menningatengdri ferðaþjónustu og Reksti smáfyrirtækja. Fögin koma á óvart og falla bara vel í kramið hjá sveitungnum sem situr bara vanalega heima og les lexíur og skrifar stíla. Þema næstu daga á blogginu verða 10 bestu / 10 verstu e-hv. Fylgist með því!!! þetta á eftir að verða krassandi umsagnir frá hvursdagshugþönkum sveitalífsins. Nóg í bili, verið sæl og hafið góðar stundir.

Engin ummæli: