þriðjudagur, október 09, 2007

Sæl veriði

Þar sem ég hef verið hræðilegur bloggari undanfarið ætla ég að reyna að bæta það upp með slúðurfærslu:

1. Slúður no1.

Ég hef gengið í klúbb með Nicole Richie og Christinu Aguilera, sem gerir mig ekki að konu einsamalli!

2. Slúður no2.

Jodie Foster kíkti á hótelið okkar með fjölskyldunni sinni í sumar og borðaði mikla súrmjólk með sultu. "She really liked Iceland"

3. Slúður no3.

Leikritið Fló á skinni sem frumsýnt verður í desember á Akureyri er pjúra sannsögulegt!! Búið ykkur undir uppljóstrun leyndarmála frá "Sveitasetrinu Sveinbjarnargreiða" (sem btw er algjört undercovernafn) í Eyjafirðinum.

4. Slúður no4.

Nings á Akureyri framleiðir heilsurétti sem grenna fólk, því meira sem þú borðar, því meira grennist þú!! -- Til hvers að hoppa í ræktinni??

5. Slúður no5.

Blágrýtisklæðning manningarhússins á Akureyri er feik!! Klæðningin er búin til úr bræddum plastflöskum sem finnast á Ráðhústorginu á föstud. og laugard. kvöldum. Pólverjar voru fengnir til verksins.

Blesssssssss... SSSSSweetiesssssss!