laugardagur, janúar 28, 2006

Nostalgía
Eins og flestir sem til mín þekkja vita að ég er algjör alæta á tónlist og hlusta ég því stundum á Létt 96,7 og það er skemmst frá því að segja að rétt í þessu hlaut ég 15 mínútna nostalsíuvímu, þar sem 4 lög voru spiluð í röð sem minntu mig á gamla tíma sem innihéldu gömul vandamál, ástarsorgir o.þ.h. Ég brosti út í annað og fann hversu lítilvægleg þessi vandamál myndu virðast í sömu sporum í dag... sem þýðir aðeins eitt... ég er orðin gömul og þroskuð sál, gott mál!

Fordómar og Steluþjófar...
Ég verð að viðurkenna að eftir að tölvunni minni og peningaveski var stolið á Spáni hef ég gríðarlega fordóma gagnvart ólöglegum innflytjendum Marokkóbúa á Spáni. Tölvunni minni er saknað sárt og er það ástæðan fyrir því að allar mínar myndir og skólaverkefni eru glötuð FOREVER.... Kúkalabbar!!!

föstudagur, janúar 27, 2006

Svart og sykurlaust

Er ekki alveg að höndla myrkrið, dauðsé eftir því að hafa farið frá Spáni. Ef einhver veit um lampa á góðum prís fyrir mig svo ég geti lýst upp sveitina mína látið mig vita hið fyrsta svo ég flytji ekki til Spánar fyrir næsta janúar.
Jonni minn farinn til Spánar í viku, svo eina ljósið í sveitinni er hann Lilli minn sem er náttúrlega algjört ljós. Við ætlum að hafa dekurkvöld í kvöld og kveikja á kertum, borða popp og horfa á Idolið... gott plan fyrir svartsjáandi sveitakellingu og lítið ljós.