föstudagur, október 07, 2005

Allt í einu er lítill jólanörd komin í mig, mig langar að hlusta á "snjókorn falla" og "Jólin koma" og föndra jólasveina og engla, kveikja á jólailmkerti og baka piparkökur... bara svona til að vera snemma í þessu :} Enda ekki nema 77 dagar til jóla!

miðvikudagur, október 05, 2005

I´m just about to loose my mind...
where is my mind?
where is my mind?

... á bókasafninu

þriðjudagur, október 04, 2005

Óskalisti Guggunar:

1. 5000 GB minni sem virkar í 75 módel af stúlkukind sem gleymir öllu!
2. Vísindamann sem kann að klóna : 1 mömmu, 1 námsmann, 1 foreldrafélagsmeðlim, 1
bakara, 1 vinnukonu, 1 vinkonu og 1 eiginkonu af mér.
3. Allavega 15 klst. aukalega í sólarhringinn.
4. Frí til Hawaii í 18 vikur
5. Svefn í 8 klst.
6. Yogatíma og bongótrommur
7. Snjó
8. Gallabuxur með frönskum rennilás
9. Grifflur
10.DuranDuran tónleikar

...abradaaagabradaa!!