laugardagur, maí 31, 2003

... var að komast að því að ég hef ekki lengur gaman af Formúlunni... skil ekki hvernig Mr.Jones nennir að horfa á þessa vitleysu. Við ætluðum að fara að skoða sólmyrkvann í nótt en þegar við sáum rós-rauða-rúmið okkar hættum við skyndilega við, vorum meiraðsegja búinn að redda okkur gleraugum fyrir þetta allt saman, en það eru ekki nema 40 ár í næsta sólmyrkva (séð frá Íslandi)! þannig að þessi gleraugu er hvergi nærri ónýt. Við Mr.Jones förum í ellinni eitthvað upp á fjall með kaffibrúsa og sherrí og horfum á næsta sólmyrkva, ekki spurning!

föstudagur, maí 30, 2003

Krakkar eru yndislengir....

Kennari: "Vilt þú nota vettlinga?"

5 ára stráku: "Nei, ég ætla út á höndunum!"

-----------------------------------

5 ára stelpa hoppaði og hristi fætur reiðilega, er hún fór í útigallann.

Kennari. "Hvað er að?"

Stelpa. "Ermin í löppinni er svo krumpuð!"

-----------------------------------

5ára strákur mætti einn morguninn og hóstaði mikið: "Hverslags rolluhósti er þetta eiginlega í mér!?"

----------------------------------

"Kötturinn minn var dáinn og Guð fæddi svo annan kött, sem var Jesú besti vinur barnanna." (4 ára strákur)

----------------------------------

5 ára stelpa: "þú ert prins og hún ætlar að giftast þér því hún er prinsessa"

5 ára strakur: "Ég ætla samt ekki að giftast henni því ég ætla að vera hommi þegar ég verð stór!"

---------------------------------

Það er búið að borga fyrir börnin í leikskólann svo mega þau ekki gera það sem þau vilja. (4 ára strákur)

fimmtudagur, maí 29, 2003

Jæja... núna eru greinilega meðgönguhormónin að rjúka uppúr öllu !! Mér til mikillar undrunar kom eitt lag mér til að gráta, grenja og væla uppúr þurru! Væmið ekki satt!!!! Lagið er - Let it be - með bítlunum!!! shííí.. þetta er orðið ansi scary hérna... táraflóð aldarinnar og þvílíkt vökvatap .... úff best að fá sér vatn!
Núna fer ekkert meira rólegt og rómantískt inn fyrir mínar græjur !

miðvikudagur, maí 28, 2003

þriðjudagur, maí 27, 2003

Black bird flyyyyyyyyyyy....black bird flyyyyyy, in to the niiiiiiiiight to the morning liiiiight......
Er enn að jafna mig eftir grillveislu dauðans!! Mr. Jones fjárfesti í þessu líka brjálaða gasgrilli sem hefur logað glatt á sl.3 daga, eða síðan það var keypt!! Pylsur, naut, svín, grænmeti og kjúklingur... það sem ekki hefur verið grillað! það væri gaman að gera B.A. ritgerð um grilláráttu landsmanna þegar sólin fer að skína :) Annars voru Harpa, Ingvar og afkvæmi hérna í mat á sunnudaginn og allir urðu saddir og sáttir, enda fáir eins miklir snilldar grillarar eins og Mr.Jones sem á sérstakann grillgalla með hatt og tilheyrandi hjehjehje... set mynd af því hér inn fljótlega ;)