miðvikudagur, mars 21, 2007

Í fréttum er þetta helst...


Staðarlotan á Hólum fer að renna upp og er Sveitavargurinn spenntur fyrir vettvangsferðinni um Skagafjörð sem stendur frá kl.9-22. Langur en skemmtilegur dagur framundan þann 29. mars. Annars er Sveitavargurinn búin að sitja sveittur yfir námsefni síðustu daga enda mikið lesefni fyrir páskafrí.


Í sveitinni er allt að gerast og er eyrin sem kennd er við Akur að verða mjög fýsilegur staður til að búa á. Átak - líkamsræktarstöð hefur bjargað sálarlífi sveitavargsins sem var byrjaður að ganga fjöll í geðveiki sinni og talið er að hann hafi verið komið langleiðina til Reykjavíkur í einni slíkri ferð. Sveitavargurinn vaknar nú fyrir allar aldir og ræktir líkamann í 2 klst. á dag og fær sér svo orkuboost sem frískar upp á kroppinn. Nings hefur einnig fært bros á andlit Sveitavargsins sem elskar austurlenskan mat í tíma og ótíma.



Sveitavargurinn fer í óopinbera heimsókn til Baunalands í lok maí með fríðum flokki kvenna og verður þar verslað og sullað og að sjálfsögðu borðað mikið smörrebröd. Sveitavargurinn mun einnig heimsækja námsmenn í Aarhus og þá sérstaklega Sys sem áætlar kokteil-boð í tilefni heimsóknarinnar auk þess sem rædd verða helstu mál líðandi stundar.



Nú fer að líða að tíma alræmdu vorboðanna, eða ferðamannanna og mun Sveitavargurinn taka á mót fyrsta hóp Bandaríkjamanna í lok apríl. Mr. Jones verður fjarri öllu góðu gamni, við veiði í Minnivallalæk.

Senn koma páskar sem kalla aðeins á eitt hjá fjölskyldu Sveitavargsins: Skíði, lambahryggur að hætti pa & mö, stórt páskaegg, mjólkurglas og nokkrar ræmur eða skemmtilegar bækur til lestrar. Sem sagt sukk og svínarí um páskana í sveitinni.


Ekki er fleira í fréttum að sinni,
góðar stundir.