þriðjudagur, september 06, 2005

Litla myndasíðan er komin, ykkur til gagns og gamans!! Sumt kemur seint.... en kemur þó :)
Feitur fyrirlestur
Án gríns... gekk ég í gegnum eld og brennistein í morgun. Í mínum augum er það að halda fyrirlestur fyrir 40 óþekkt andlit. Ég þóttist vera vel undirbúin enda var að læra og undirbúa herlegheitin til 2 síðustu nótt. Þetta var AuLahRoLluR út í eitt. Þurrkur í munni, málstífla og þar að auki gleymdi ég að kynna sjálfa mig og hálfa rannsóknarritgerðina sem ég hyggst skila í lok september. Ég hef aldrei áður fengið jafn mikinn svima og ógleði yfir sjálfri mér en sem betur fer var fólk þarna í svipuðum sporum og ég, þannig að maður átti nokkra að :]
Eftir þessa meðferð fengum við hópefli sem er námskeið í hvernig hægt er að kynnast fólki á mjög skjótann hátt og það gekk alveg eftir uppskriftinni ég kynntist 4 yndislegum sálum sem er s.s hópurinn minn frábæri og reyndar er allt fólkið hérna alveg súperfínt.
Klukkan 1700 var svo skólasetning hérna á Hólum og staðarleiðsögn sem ég hefði ekki viljað missa af. Þessi staður er magnaður; náttúran, skógurinn, húsin, minjarnar, kirkjan, kirkjugaðurinn hefur meira að segja þvílíkan sjarma. Ég hef einmitt útsýni úr herberginu mínu út að kirkjugarðinum, það er ólýsanlega flott. Ég tek kannski mynd af því og set inn á langþreyttu væntanlegu myndasíðuna sem ég er alltaf að tala um og geri ekkert í!
Annars er alveg magnaðasta við þennann stað er að maður sefur svoooo vel hérna að ég er að hugsa um að skríða uppí og hvíla mig til 800 í fyrramálið, góða nótt litlu kríli!

mánudagur, september 05, 2005

Hólar

Jæja gott fólk þá er maður kominn í Hjaltardalinn á Hóla og hér eru enginn vettlingatök, manni er bókstaflega kastað út í hina dýpstu laug og verði manni að góðu. En þó ekki í alslæmri meiningu sjáið til því þetta er jú allt lærdómur og harka út í eitt. Alltaf gaman á Hólum :)

Staffapartýið var haldið í gær og þar var gleði og gaman. Ferðin hófst með Hvalaskoðun þar sem allir voru að leita að hvölum en þó með sultarkvalir því enginn hafði borðað almennilega og ferðin tók sinn tíma, 2 tímar takk fyrir í kulda og sulti. En Salka tók við sem er svolítið freaky veitingastaður, vond sósa og léleg þjónusta. Svo var maður hitaður upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit og eftir það tók við snakk, singstar og mismiklir drykkir á hvern kjaft. Þvílíkar djammdrottningar þessar skvísur sem hafa verið að vinna hjá okkur. Heiða mín og Eydís mín, þið voruð ekki öfundsverðar í morgun en þvílíkt gaman í gær!! Takk fyrir frábært kvöld!
Leibbi og Helena áttu einnig góða spretti og mér hlakkar ekkert smá til brúðkaupsins :) Adda SingStar átti góðan söng og sigraði held ég alla hvort sem um var að ræða Marilyn Manson eða Westlife. Þetta var dúndurgaman.

Jæja núna verð ég að fara að stappa í mig stálinu og fara að læra fyrir morgundaginn, af því ég á að vera með 3 mín. ræðu um verkefnið mitt fyrir 20 manna bekk, OMG!!!
Gugga´s out.