mánudagur, september 05, 2005

Hólar

Jæja gott fólk þá er maður kominn í Hjaltardalinn á Hóla og hér eru enginn vettlingatök, manni er bókstaflega kastað út í hina dýpstu laug og verði manni að góðu. En þó ekki í alslæmri meiningu sjáið til því þetta er jú allt lærdómur og harka út í eitt. Alltaf gaman á Hólum :)

Staffapartýið var haldið í gær og þar var gleði og gaman. Ferðin hófst með Hvalaskoðun þar sem allir voru að leita að hvölum en þó með sultarkvalir því enginn hafði borðað almennilega og ferðin tók sinn tíma, 2 tímar takk fyrir í kulda og sulti. En Salka tók við sem er svolítið freaky veitingastaður, vond sósa og léleg þjónusta. Svo var maður hitaður upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit og eftir það tók við snakk, singstar og mismiklir drykkir á hvern kjaft. Þvílíkar djammdrottningar þessar skvísur sem hafa verið að vinna hjá okkur. Heiða mín og Eydís mín, þið voruð ekki öfundsverðar í morgun en þvílíkt gaman í gær!! Takk fyrir frábært kvöld!
Leibbi og Helena áttu einnig góða spretti og mér hlakkar ekkert smá til brúðkaupsins :) Adda SingStar átti góðan söng og sigraði held ég alla hvort sem um var að ræða Marilyn Manson eða Westlife. Þetta var dúndurgaman.

Jæja núna verð ég að fara að stappa í mig stálinu og fara að læra fyrir morgundaginn, af því ég á að vera með 3 mín. ræðu um verkefnið mitt fyrir 20 manna bekk, OMG!!!
Gugga´s out.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mánudagurinn var mjög slæmur hjá okkur Heiðu :/
Takk samt kærlega fyrir mig! :)

Nafnlaus sagði...

hahaha...æjæjæj, mánudagurinn var versti dagur lífs míns en sunnudagskvöldið var skrautlegt og skemmtilegt. Vel heppnað staffapartý myndi ég segja...þar til klukkan sló eitt, úff.

Ég gerði lista yfir það magn af áfengi sem ég innbyrgði þetta kvöld og eins lítil manneskja og ég er, skil ég einfaldlega ekki hvernig mér tókst þetta. Ég held ég gæti rústað öllum feitum pókerpésum í drykkjukeppni, ætla samt sem áður ekki að reyna það.

En ég legg til að við höldum annað staffapartý, áfengislaust staffapartý. Skautar, snjóþotur, heitt kókó og kleinur:D

Gugga sagði...

Elskurnar mínar!
Þetta var hreinlega frábært kvöld og það er allt í lagi að vera þunnur... það fylgir þessu alltaf, og alltaf lofar maður og lofar (aldrei aftur!) en það er bara frábært að skemmta sér og þið hélduð stuðinu gangandi :) Takk fyrir það!
Heiða mín fékkstu þér ekki mjólkurglas fyrir svefninn, eða bauð kannski líðanin ekki upp á það?
Við höldum annað partý í vetur, ekki spurning, þá ráðið þið ferðinni og ef ég þekki ykkur rétt verður glimrandi gleði og glaumur ;)

Hlakka til !

Gugga sagði...

Feitir pókerpésar hahahaa..

Nafnlaus sagði...

Sko ég og Eydís bailuðum á gersamlega öllu sem við ætluðum að gera til að koma í veg fyrir þynnku...og þar á meðal mjólkurglasið:/

En já ég hef heyrt margan manninn kveða þessi orð "aldrei aftur", en ég er staðráðin í að láta allavega langan tíma líða þar til næsta djamm með áfengi verður:P

En takk æðislega fyrir mig Gugga, þetta var eftirminnilegur dagur og svo sannarlega verður þetta endurtekið aftur, með hamingjusamari endi:D

Gugga sagði...

verdi ykkur ad godu litlu pokerpésar